(+354) 591 0100

Símanúmer

sart@si.is

Netfang

Borgartún 35

Staðsetning

Fréttir

Félagsgjöld

Ágætu félagsmenn SART
 
Nú á dögunum á fundi stjórnar SART var samþykkt einróma tillaga frá stjórn FLR, að fella niður félagsgjöld SART í einn mánuð, vegna Corona faraldursins, sem kemur víða hart niður á félagsmönnum okkar. Vildum við með því gefa gott fordæmi og reyna létta undir með félagsmönnum
 
Við skoruðum einnig á stjórn SI, að fara að okkar fordæmi og frumkvæði og fella niður gjöld SI tímabundið vegna þessa óvenjulega ástands.
 
Það er frá því að segja að stjórn SI, hafði þegar tekið ákvörðun um að bregðast við með afsláttum á félagssgjöldum, þegar okkar bréf barst til þeirra, og því ber að fagna.
 
Við í stjórn FLR vonumst til að þetta muni hjálpa einhverjum og vonum um leið að þetta ástand, sem corona faraldurinn er búinn að skapa muni ekki vera til frambúðar
 
Bestu kveðjur
Pétur H Halldórsson formaður FLR
Helgi Rafnsson varaformaður FLR

 

Breytt verkfæragjald rafvirkja.

Verkfæragjald reiknast sem 6% af tímakaupi í dagvinnu frá 1. apríl 2020 og greiðist sama fjárhæð fyrri alla unna tíma. Orlofslaun eru greidd á verkfæragjald. Tilgreina skal verkfæragjald sérstakleg á launaseðli.
Heimilt er atvinnurekanda að semja um að hann leggi til verkfæri samkvæmt verkfæraskrá og falla þá verkfærapeningar niður, enda sé viðkomandi sveinn því samþykkur.

Bókun vegna verkfæragjalds rafvirkja:
Samhliða breytingu á deilitölu fyrir dagvinnu og upptöku yfirvinnu 1 og 2 þann 1. apríl 2020 breytist verkfæralisti rafvirkja þar sem tiltekin slitverkfæri (yfirstrikuð a lista) falla út og verkfæragjald reiknast sem hlutfall af dagvinnukaupi. Á sama tíma hækkar verkfæragjaldið í 6,0 %.
Það er sameiginlegur skilningur samningsaðila að ekki sé greitt verkfæragjald í veikindum eða á lögbundnum frídögum (rauðum dögum).

 

 

Test frétt

Verkfæragjald reiknast sem 6% af tímakaupi í dagvinnu frá 1. apríl 2020 og greiðist sama fjárhæð fyrri alla unna tíma. Orlofslaun eru greidd á verkfæragjald. Tilgreina skal verkfæragjald sérstakleg á launaseðli.
Heimilt er atvinnurekanda að semja um að hann leggi til verkfæri samkvæmt verkfæraskrá og falla þá verkfærapeningar niður, enda sé viðkomandi sveinn því samþykkur.

Bókun vegna verkfæragjalds rafvirkja:
Samhliða breytingu á deilitölu fyrir dagvinnu og upptöku yfirvinnu 1 og 2 þann 1. apríl 2020 breytist verkfæralisti rafvirkja þar sem tiltekin slitverkfæri (yfirstrikuð a lista) falla út og verkfæragjald reiknast sem hlutfall af dagvinnukaupi. Á sama tíma hækkar verkfæragjaldið í 6,0 %.
Það er sameiginlegur skilningur samningsaðila að ekki sé greitt verkfæragjald í veikindum eða á lögbundnum frídögum (rauðum dögum).

Á tímum Covid-19

 Þorsteinn Guðmundsson, leikari og verðandi sálfræðingur heldur 15 mínútna erindi þar sem hann kemur inn á húmor, hvaða máli hann skiptir í samskiptum og hvers vegna hann getur stuðlað að bættri líðan. Að hverju við þurfum að gæta nú þegar við erum í meiri félagslegri einangrun vegna COVID-19 og hvernig hægt er að líta á kvíða. Þetta er spjall á léttu nótunum um málefni sem skipta okkur öll máli og eru hluti af daglega lífinu.
Við hvetjum félagsmenn SART til að hlusta á Þorstein á þessum hlekk:
https://youtu.be/TrCrcRipdaId

Aðalfundi SART frestað

Aðalfundi SART sem halda átti föstudaginn 20. mars hefur verið frestað.
Auk þess hefur ráðstefnu um rafbílavæðinguna sem halda átti samhliða aðalfundinum einnig verið frestað.
Tilkynnt verður um nýja dagsetningu fyrir aðalfundinn og ráðstefnuna við fyrsta tækifæri.

Samningur um áskrift að stöðlum

Samtök rafverktaka, SART, hafa samið við Staðlaráð Íslands um kaup á áskrift að fagtengdum raf- og fjarskiptalagnastöðlum fyrir alla félagsmenn sína. Með þessum samningi verður öllum rafverktökum innan SART gert kleift að sækja sér gjaldfrjálst nýjustu staðlana um raf- og fjarskiptalagnir fyrir byggingar og íbúðarhúsnæði.

Með samningnum er stigið mikilvægt skref til að viðhalda háu þekkingarstigi í fyrirtækjum löggiltra rafverktaka. Aðgangur að nýjustu og bestu upplýsingum hverju sinni auka enn frekar á öryggi og gæði verkefna sem unnin eru af rafverktökum innan SART. Hröð tækniþróun og öflug nýsköpun á sviði rafiðnaðar kallar á stöðluð og öguð vinnubrögð sem kemur landsmönnum til góða.

 

 

Myndin er tekin við undirritun samningsins, talið frá vinstri, Emil Sigursveinsson, formaður Rafstaðlaráðs, Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðalráðs Íslands, Hjörleifur Stefánsson, formaður Samtaka rafverktaka, og Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka rafverktaka


Samtök rafverktaka
Borgartún 35, 105 Reykjavík

Sími 591 0100
Fax 591 0101
Kt. 420269-0729
sart@si.is

Sterkari saman

Samtök iðnaðarins eru stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda á Íslandi.

Öryggi - Fagmennska

Merki samtakanna eru skrásett vörumerki og eru trygging fyrir fagmennsku, öryggi og traustum viðskiptaháttum.