Ágætu félagsmenn SART
Nú á dögunum á fundi stjórnar SART var samþykkt einróma tillaga frá stjórn FLR, að fella niður félagsgjöld SART í einn mánuð, vegna Corona faraldursins, sem kemur víða hart niður á félagsmönnum okkar. Vildum við með því gefa gott fordæmi og reyna létta undir með félagsmönnum
Við skoruðum einnig á stjórn SI, að fara að okkar fordæmi og frumkvæði og fella niður gjöld SI tímabundið vegna þessa óvenjulega ástands.
Það er frá því að segja að stjórn SI, hafði þegar tekið ákvörðun um að bregðast við með afsláttum á félagssgjöldum, þegar okkar bréf barst til þeirra, og því ber að fagna.
Við í stjórn FLR vonumst til að þetta muni hjálpa einhverjum og vonum um leið að þetta ástand, sem corona faraldurinn er búinn að skapa muni ekki vera til frambúðar
Bestu kveðjur
Pétur H Halldórsson formaður FLR
Helgi Rafnsson varaformaður FLR