Sjónvarps,- ljósleiðara,- og tölvulagnir geta verið vandasamar. Til þess að vel fari þá þarf að hafa réttu tækin til tenginga og mælinga. Hér þurfa sérhæfðir kunnáttumenn að koma að hlutunum. Rafeindavirkjar og iðnmeistarar í faginu geta sinnt þessari þjónustu. 

Innan SART er finna fyrirtæki sem hafa sérhæft sig í fjarskiptalögnum. 
Hægt er að finna þau með leitarvélinni okkar.

Iðnaðarlögin nr. 42 frá árinu 1978 taka til hvers konar iðnrekstrar í atvinnuskyni.  Í 8. gr. laganna segir að iðngreinar sem löggiltar hafa verið í reglugerð iðnaðarráðherra, skuli ávallt reknar undir forstöðu meistara. Þá segir að meistari skulu bera ábyrgð á að öll vinna sé rétt og vel að hendi leyst.
Leitarvélin

Þegar kemur að því að fólk þarf á þjónustu iðnaðarmanna að halda er mikilvægt að vera viss um að sá sem verður fyrir valinu sé fagmaður með þekkingu og kunnáttu til þeirra verka sem um ræðir hverju sinni.
Því miður eru  til menn og fyrirtæki sem sigla undir fölsku flaggi og hafa ekki réttindi né kunnáttu til að stunda störf þar sem iðnréttinda er krafist. 

Leitarvélin tryggir þér "Öryggi og fagmennsku". Hún finnur fyrir þig fagmenn og fyrirtæki sem öll eiga það sameiginlegt að vera  í aðildarfélögum SART.