Kynning á tilboðsgerðarkerfi fyrir raflagnaverk
Síðustu árin hefur verið í smíðum kerfi til að útbúa tilboð í raflagnaverk sem byggir á Ákvæðisvinnugrundvelli rafiðna.
Tilgangur þess er að samræma notkun greiðsluliða í tilboðsgerð, spara notendum kerfisins vinnu og minnka óvissu í tilboðum og framkvæmd verka.
Nú er kerfið komið á það stig aðþað er tilbúið til almennrar notkunar.
Félögum í SART er boðið á kynningu á kerfinu mánudaginn 12. janúar næstkomandi kl. 11:30 – 12:45 hjá Rafmennt á Stórhöfða 27 í Reykjavík, stofu 13 gengið inn frá kjallara. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.
Óskað er eftir skráningu: Skráningarhlekkur


