Nýtt námskeið fyrir rafverktaka: Umferðarljós og stýringar
Námskeið sem veitir réttindi til vinnu við umferðarljósakerfi
Rafmennt býður nú upp á nýtt og sérhæft námskeið sem veitir löggiltum rafverktökum nauðsynleg réttindi til að vinna við uppsetningu og viðhald umferðarljósakerfa. Námskeiðið heitir Umferðarljós og stýringar og er ætlað þeim sem hafa rafvirkjamenntun og vilja starfa á þessu sérhæfða sviði rafiðnaðarins.
Nauðsynleg sérhæfing fyrir krefjandi verkefni
Til að mega vinna við umferðarljós og tengd stýringarkerfi þurfa rafverktakar að hafa lokið viðurkenndu námi sem tekur á öryggiskröfum, virkni stýrikassa, forritun og almennri meðhöndlun kerfa sem notuð eru í samgöngumannvirkjum. Með þessu námskeiði öðlast þátttakendur þá þekkingu og réttindi sem lög og reglugerðir krefjast fyrir slík verkefni.
Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Það tekur á uppbyggingu og virkni stýrikerfa, notkun forritunarmiða og aðferðum við bilanaleit. Einnig er fjallað um öryggisatriði og verklag sem fylgja uppsetningu og viðhaldi umferðarljósabúnaðar.
Mikilvægt fyrir fyrirtæki sem vilja sækja sér sérverkefni
Þeir rafverktakar sem lokið hafa þessu námskeiði geta tekið að sér verkefni á vegum sveitarfélaga og opinberra aðila sem krefjast sérstakra réttinda. Þetta getur skapað tækifæri fyrir rafverktakafyrirtæki til að hasla sér völl á nýjum sviðum, þar sem eftirspurn eftir þjónustu með viðeigandi hæfni og leyfi er að aukast.
Stuðningur við fagmennsku og öryggi í iðnaði
Samtök rafverktaka hvetja félagsmenn SART til að kynna sér námskeiðið og íhuga þátttöku, enda stuðlar það að faglegri hæfni, öruggari framkvæmd verkefna og betri þjónustu í þágu almennings og atvinnulífs. Með því að efla sérhæfingu og réttindatengda menntun styrkjum við stöðu íslensks rafiðnaðar og bætum gæði og öryggi innviða samfélagsins.
Hæer er hlekkur á vef Rafmenntar þar sem nánari upplýsingar er að finna: Hlekkur


