Hópferð SART á light+building 1-5 október 2022

Light+building sýningin var haldin 2-6 október 2022 eftir að hafa verið frestað ítrekað.
Á vordögum 2019 var hafist handa við að skipuleggja hópferð SART á light+building sýninguna í Frankfurt sem halda átti 8-13. Mars 2020. En svo gripu örlögin í taumana og Covid-19 faraldurinn setti allar áætlanir í uppnám og syningunni var tvívegis frestað. Eftir sem áður var hópurinn sem hafði skráð sig í upphafi ákveðinn í að fara þegar sýningin yrði haldin og gekk það loksins eftir núna í byrjun október.
24 aðilar fóru til Frankfurt og kynntu sér það helsta sem íslensku birgjarnir okkar ásamt þeirra framleiðendum sem á sýningunni voru vildu vekja athygli á. Einnig var lífleg dagskrá í boði birgja í boði á kvöldin.