Auglýst eftir umsóknum um styrki vegna vinnustaðanáms nema

Fyrirtæki og stofnanir geta nú sótt um styrki til að taka á móti nemum í vinnustaðanám á tímabilinu 1. nóvember 2024 til 31. október 2025. Umsóknarfrestur er til 17. nóvember 2025 kl. 15:00.

Vinnustaðanámsstyrkir eru veittir fyrirtækjum og stofnunum sem taka á móti nemendum í starfsnámi sem hluti af námi og fer fram samkvæmt staðfestum vinnustaðanámssamningi í rafrænni ferilbók nemandans.

Skilyrði og uppfærðar úthlutunarreglur

Til að styrkur fáist þarf vinnustaðanámssamningur að hafa verið stofnaður í rafrænni ferilbók fyrir umsókn. Úthlutunarreglur sjóðsins voru uppfærðar þann 25. september 2025 og mikilvægt er að umsækjendur kynni sér þær áður en umsókn er send inn.

Mikilvægt framlag atvinnulífsins

Markmið vinnustaðanámssjóðs er að hvetja atvinnulífið til þátttöku í starfsnámi nemenda og stuðla þannig að því að þeir geti lokið tilskildu vinnustaðanámi. Með þátttöku í slíku námi veita fyrirtæki og stofnanir mikilvægt framlag til menntunar framtíðarstarfsfólks.

 Samtök rafverktaka hvetja aðildarfyrirtæki sín til að nýta sér þessa styrki og taka virkan þátt í að efla starfsnám og tryggja aðgengi nemenda að fjölbreyttu og raunhæfu vinnustaðanámi.