Stjórn Félags rafverktaka á Austurlandi endurkjörin

Aðalfundur Félags rafverktaka á Austurlandi, FRA, var haldinn föstudaginn 19. janúar sl. Á fundinum var stjórn félagsins endurkjörin en hana skipa Hrafnkell Guðjónsson formaður, Helgi Ragnarsson ritari, Ómar Yngvason gjaldkeri og Þórarinn Hrafnkelsson varamaður.

Undir liðnum önnur mál kynnti Hjörleifur Stefánssson, formaður SART, fyrir félagsmönnum stöðuna í kjarasamningsviðræðum SA við forystu Rafiðnaðarsambandsins, þar að auki kynnti Kristján D. Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART, verkfæra appið Veistu hvar sem öll aðildarfyrirtæki SART hafa gjaldfrjálsan aðgang að.

Að fundi loknum flutti Óskar Frank Guðmundsson fundarmönnum fróðlegt erindi þar sem hann kynnti áhugaverða tölfræði um fjölda þjónustubeiðna og lokatilkynninga sem berast til HMS auk þess sem hann ræddi um algengar athugasemdir skoðunarstofa og mælingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla.

Á myndinni hér fyrir ofan eru Ómar Yngvason, Kristján D. Sigurbergsson, Hjörleifur Stefánsson, Helgi Ragnarsson og Hrafnkell Guðjónsson.

 

 

Hjörleifur Stefánsson formaður SART

 

Óskar Frank Guðmundsson, sérfræðingur á Rafmagnsöryggissviði HMS