Útboðsmarkaður rafverktaka - Hvert stefnum við?

Samtök rafverktaka, SART, boða til ráðstefnu sem verður í beinu streymi föstudaginn 28. maí. kl.14.00-15.30.

Ráðstefnan sem ber yfirskriftina Útboðsmarkaður rafverktaka - Hvert stefnum við? er haldin í framhaldi af aðalfundi SART en er öllum opinn sem áhuga hafa á málefninu.

Stórstígar breytingar hafa orðið síðustu ár á útboðsmarkaði rafverktaka en hafa þessar breytingar orðið til góðs? Á fundinum verður leitast við að fá svör við þessari og fleiri spurningum sem brenna á löggiltum rafverktökum.

Ráðstefnustjóri er Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART.

Dagskrá

Hjörleifur Stefánsson, formaður SART
Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI
Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna
Guðjón L. Sigurðsson, rafmagnsiðnfræðingur og ljósvistarhönnuður IALD, Liska
Pallborðsumræður

Jóhanna Klara Stefánsdóttir sviðsstjóri Mannvirkjasviðs SI
Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa
Ólafur Steingrímsson, teymisstjóri, innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar
Eiríkur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Fagtækni.
Til að nálgast streymið er hægt að skanna inn QR-kóðann hér fyrir neðan eða nálgast streymið hér: https://youtu.be/5CYqhdI98MY