Morgunfundur Félags löggiltra rafverktaka

Félag löggiltra rafverktaka heldur morgunfund um nýtt saskiptakerfi veitna- tengiliði og þjónustustig í Rafmennt Stórhöfða 27 (Grafarvogsmeginn) Miðvikudaginn 21. nóvemer kl. 8:30-10:00 


Fulltrúar Veitna verða: 
Þorvaldu Finnbogason, rekstrarstjóri mæla- og notendaþjónustu 
Sigurjón Kr. Sigurjónsson, forstöðumaður reikninga og- notendaþjónustu OR 
Rúnar Geir Þorvaldsson, umsjónarmaður rafmagnsþjónustu 

Á fundinum verða fræðandi uplýsingar frá Veitum um ýtt samskiptakerfi sem verið er að innleiða.Leitast verður við að svara spurningum og athugasemdum frá félagsmönnum. 

Félagsmenn eru hvattir til að senda inn fyrirspurnir sem hægt verður að taka fyrir á fundinum. 

Dæmi um athugasemdir sem hafa borist og verða teknar fyrir eru: 

 - Aðkoma til að skila mælum og mælabúnaði er ábótavant.
 -Svartími við málum sem liggja fyrir er mjög langur.