Fagþing Samorku fyrir fráveitur, vatnsveitur og hitaveitur, verður haldið dagana 23.-25. maí næstkomandi.

Á heimasíðu Fagþingsins: www.fagthing.is má finna upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar, sýningu, hátíðarkvöldverð, gestadagskrá og fleira.


Dagskráin í ár er gríðarlega spennandi og það stefnir í metþátttöku, í ár er m.a í boði:

Um 80 erindi um helstu viðfangsefni veitna í dag og til framtíðar. M.a verða málstofur um framkvæmdir á næstu árum hjá fráveitunum; mengun í neysluvatni; tæknilausnir fyrir hitaveitur; hönnun og rekstur fráveitukerfa; hvernig lítur framtíðin út fyrir hitaveiturnar? Nýtingu og verndun vatnsauðlindarinnar og fleira
Sérstök dagskrá fyrir fagfólk í framkvæmdum, m.a Veitukeppnin 2018, sýnikennslur, örerindi um öryggismál og móttaka
Umræður og hópavinna í vinnustofum um stór og áhugaverð málefni, t.d fjölnýtingu jarðhita, öryggi og heilnæmi neysluvatnsins, kolefnishlutleysi veitna, fjölmiðla og veiturekstur & möguleika á að draga úr rennsli í fráveitulögnum
Vöru- og þjónustusýning og erindi sýnenda
Vísindaferð
Hátíðarkvöldverður
Skemmtidagskrá fyrir gesti

 

Þingið verður haldið á Hótel Örk, sem er nýuppgert og aðstaða öll til fyrirmyndar.

Skráning er í fullum gangi á heimasíðu Samorku:  https://www.samorka.is/utgafa-og-midlun/vidburdir/fagfundur-hita-vatns-og-fraveitna-2018/