Kynningarfundur- Rafrænt áhættumat

SART og Rafmennt stóðu að fræðslu- kynningarfundi 28. nóvember sl. í húsnæði Rafmenntar.

Á fundinum sem var vel sóttur kynnti Andri Reyr Haraldsson OiRA – rafrænt áhættumat fyrir rafiðnaðinn

OiRA er gagnvirkt áhættumatstól sem er aðgengilegt í gegnum gagnvirka vefsíðu og er að mestu leyti ætlað litlum og meðalstórum fyrirtækjum.  OiRA er þróað og viðhaldið af Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) og er byggt á hollenska hættumatstólinu RI&E. OiRA rafrænt áhættumat fyrir rafiðnaðinn er samvinnuverkefni Vinnueftirlitsins og RAFMENNTAR.

RAFMENNT og SART buðu fundargestum upp á matarmikla súpu og meðlæti.

Hér er slóð á vefsíðuna sem hýsir áhættumatið: https://oiraproject.eu/oira-tools/is/electrical-work/electrical-work-is/