(+354) 591 0100

Símanúmer

sart@si.is

Netfang

Borgartún 35

Staðsetning

Fréttir

Vaxandi áhugi á sólarorkuverum

Vaxandi áhugi er hér á landi á uppsetningu á sólarorkuvera við heimili og fyrirtæki.
í því samhengi er gaman að segja frá því að Orkusetur Orkustofnunar hefur nú opnað fyrir umsóknir á styrkjum vegna raforkuframleiðslu með sólarsellum.
Að mörgu er að hyggja þegar kemur að uppsetningu og tengingu sólarorkukerfa og rétt er að vekja athygli á því að öll raflagnavinna, þ.m.t. uppsetning og tenging sólarorkukerfa, skal unnin á ábyrgð löggilts rafverktaka sem tilkynnir verk sín til HMS að þeim loknum.
Töluverð reynsla er komin á uppsetningu sólarorkuvera í Evrópu  þar með talið á Norðurlöndunum. Hjá vef sænska rafmagnseftirlitsins má finna áhugaverðar greinar sem tengjast uppsetningu sólarorkuvera og má til dæmis benda á áhugaverða grein sem ber nafnið Varför stör solceller andra elprodukter och elanläggningar?  Og fjallar greinin um truflanir sem sólarorkuver geta valdi á rafkerfum í nálægð við orkuverin. Einnig má benda á frétt á vef HMS sem fjallar um atriði sem vert er að hafa í huga þegar kemur að uppsetningu sólarorkuvera. Auk þess er mikið efni um sólarorku aðgengilegt á vef NHO Elektro norsku systursamtökum Sart. 

Sart hvetur félagsmenn til að gefa tækninni á bak við sólarorkuverin gaum þar sem vænta má aukinnar eftirspurnar á uppsetningu þessara orkukerfa.

Rafmenn ehf styrkja rafiðnaðardeild VMA

9. júní sl.  afhentu fulltrúar eigenda rafverktakafyrirtækisins Rafmenn ehf. Verkmenntaskólanum á Akureyri gjafabréf að verðmæti 500 þús. hjá Fagkaupum. Tilefnið er 40 ára afmæli VMA.
Í tilefni dagsins sagði Eva Dögg Björgvinsdóttir, einn eiganda fyrirtækisins, að með gjöfinni vilji Rafmenn ehf. styrkja og styðja við rafiðnaðardeild skólans og þannig hvetja nemendur til dáða. Við höfum fengið marga efnilega og frábæra rafvirkja frá skólanum og viljum endurgjalda það á einhvern hátt og kunnum við að þakka skólanum fyrir það. Það er mikilvægt að hafa þetta nám hér á Akureyri og viljum leggja okkar að mörkum um að halda í og efla tengslin við skólann enn frekar.

Rafmenn ehf. var stofnað árið 1997 og  í dag starfa 38 starfsmenn hjá fyrirtækinu þar af 6 nemar. Fyrirtækið býður upp á alhliða þjónustu í heimilis- og fyrirtækjalögnum, öryggis-, síma og tölvulögnum. Þá sinnir þjónustudeild fyrirtækisins bilanagreiningu og viðgerðum á hinum ýmsu tækjum og tólum fyrir fjöldan allan af fyrirtækjum og stofnunum ásamt uppsetningu á nýjum rafbúnaði. Einnig býður fyrirtækið upp á þjónustu við ársúttektir á brunakerfum og neyðarlýsingu.

 

Á myndinni hér að neðan eru frá vinstri: Eva Dögg Björgvinsdóttir - skrifstofustjóri Rafmanna, Sigríður Huld Jónsdóttir – skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, Jóhann Kristján Einarsson – framkvæmdastjóri Rafmanna, Guðmundur Geirsson – kennari rafiðngreina, Haukur Eiríksson brautarstjóri og kennari rafiðngreina og Óskar Ingi Sigurðsson – kennari í rafiðngreina 

 

 

Útskrift frá Rafmennt 25. maí 2024

Útskrift meistaranema í rafvirkjun, kvikmyndatæknifræðinga og afhending sveinsbréfa í raf- og rafeindavirkjun fór fram við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica þann 25. maí sl.
Að þessu sinni voru útskrifaðir 29 rafvirkjameistarar og 10 Kvikmyndatæknifræðingar. Þar að auki höðu 101 rafvirki og 3 rafeindavirkjar staðist sveinspróf og fengu sveinsbréf sín afhent.
Dagskráin var glæsileg að vanda með ræðuhöldum og afhendingu viðurkenninga fyrir góðan árangur.

10 Nemendur úr Kvikmyndatækni voru útskrifaðir.


Fannar Freyr Jónsson fékk verðlaun frá Félagi íslenskra rafvirkja (FÍR) fyrir skriflegan árangur í rafvirkjun og Guðmundi Gunnarssyni var veitt verðlaun fyrir verklegan árangur í rafvirkjun. Gunnar Guðmundsson fékk einnig verðlaun frá Samtökum rafverktaka (SART) fyrir heildarárangur í rafvirkjun. Halldór Stefán Laxdal Báruson fékk afhend verðlaun frá Félagi rafeindavirkja fyrir skriflegan árangur.

Hjörleifur Stefánsson formaður SART afhenti Gunnari Guðmundssyni viðurkenningu frá SART fyrir heildarárangur í rafvirkjun


Það er skemmtilegt að segja frá því að bræðurnir Halldór Ingi og Jón Ágúst Péturssynir útskrifuðust báðir úr meistaranáminu en þeir eru synir Péturs H. Halldórssonar formann Félags löggiltra rafverktaka.

Afhending sveinsbréfa í raf- og rafeindavirkjun

Sveinsbréfa í rafiðngreinum voru afhent í Hofi á Akureyri föstudaginn 17. maí.
Að þessu sinni voru það 10 rafvirkjar og 3 rafeindavirkjar sem útskrifuðust.
Aðalsteinn Þór Arnarsson, formaður Félags rafverktaka á Norðurlandi afhenti Einari Erni Ásgeirssyni viðurkenningu frá Sart fyrir heildarárangur á sveinsprófi en Einar hlaut einnig viðurkenningu frá RSÍ fyrir verklegan árangur í sveinsprófi.

 

Vorferð FLR

Vorferð félags löggiltra rafverktaka, FLR var farin föstudaginn 3. maí sl.  umþað bil 40 manns voru skráðir í ferðina sem að þessu sinni var farin um Suðurland.
Byrjað var á að heimsækja Írafossvirkjun þar sem hópurinn fékk góða leiðsögn frá Guðmundi Finnbogasyni sem sagði frá virkjuninni og saga virkjana í Soginu var rakin.
Frá Ísafossvirkjun lá leiðin á Selfoss þar sem Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Árvirkjans tók á móti hópnum og bauð upp á veitingar.
Því næst var nýi miðbærinn á Selfossi skoðaður undir leiðsögn Guðjóns og að lokum bauð Þorvaldur Guðmundsson fyrir hönd Reykjafells ferðalöngum til glæsilegs kvöldverðar á Hótel Selfoss áður en haldið var til Reykjavíkur að áliðnu kvöldi.
Skemmtinefnd FLR, þeir Pétur H. Halldórsson, Hafþór Ólason og Róbert E. Jensson sáu um skipulagningu ferðarinnar og þess má geta að Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Ljósþráðarins sá um að keyra hópinn á rútu frá ME travel.

 

Tilkynning frá Ákvæðisvinnustofu

Ný útgáfa af ákvæðisvinnukerfinu

 

Síðustu árin hefur verið í smíðum viðbót við ákvæðisvinnukerfið þannig að auk þess að skrá ákvæðisvinnu og gera hana upp sé hægt að gera tilboð og kostnaðaráætlanir í kerfinu.
Til að undirbúa þessa viðbót reyndist nauðsynlegt að endurraða Ákvæðisvinnugrunninum út frá sjónarhóli efnis í stað vinnu sem áður var miðað við. Endurraðaði Ákvæðisvinnugrunnurinn inniheldur sömu vinnueiningar og áður en nú eru þær flokkaðar öðruvísi, í flestum tilfellum þó mjög svipað og var í gamla grunninum.
Síðustu mánuði hefur ný útgáfa kerfisins sem býður upp á þetta verið prófuð og er nú tilbúin til notkunar. Þegar eru nokkrir notendur sem tóku þátt í prófunum farnir að nota nýju útgáfuna og geta þá skipt á milli nýju útgáfunnar og gömlu og notað hvora sem er við skráningu og uppgjör ákvæðisvinnu. Þann 1. júní verður hins vegar lokað á gömlu útgáfuna og eftir það verður einungis hægt að skrá í nýju útgáfunni.

Rafmennt verður með námskeið fyrir notkun á nýrri útgáfu ákvæðivinnukerfis þátttakendum að kostnaðarlausu á eftirfarandi dagsetningum :
18.apríl  kl.08.30 – 12.30 , staðbundin kennsla að Stórhöfða 27
22.apríl  kl.08.30 – 12.30 , fjarkennsla í gegnum Teams

Hér er hlekkur fyrir skráningar


Samtök rafverktaka
Borgartún 35, 105 Reykjavík

Sími 591 0100
Fax 591 0101
Kt. 420269-0729
sart@si.is

Sterkari saman

Samtök iðnaðarins eru stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda á Íslandi.

Öryggi - Fagmennska

Merki samtakanna eru skrásett vörumerki og eru trygging fyrir fagmennsku, öryggi og traustum viðskiptaháttum.