Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Ķ upphafi skal endinn skoša

Ķ upphafi skal endinn skoða
Žegar byggt er nýtt hús eða gömul hús endurnýjuð er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir vinnuferlinu og þeim leikreglum sem gilda um slíkar framkvæmdir og á það við um alla verkþætti. Hér verður einungis fjallað um raflagnir en þeim verkþætti fylgja oftast fjarskipta- og öryggislagnir.

Byggingarstjóri.
Samkvæmt byggingarlögum og byggingarreglugerð ber byggingar-stjóra að sjá til þess að löggiltir iðnmeistarar séu skráðir á alla verkþætti hjá byggingarfulltrúa í viðkomandi umdæmi.

Teikningar
Įður en hafist er handa er mikilvægt að hönnun sé lokið þannig að allir sem að verkinu koma viti hvert er stefnt. Til þess að hægt sé að gera kostnaðaráætlun og/eða fá tilboð í verkið þurfa raflagnateikningar að liggja fyrir.

Fá tilboð eða semja um verð
Farsælast er að óska eftir tilboðum í verkið og þá jafnvel frá fleiri en einum rafverktaka. Í stað þess að fá eina tölu í verkið er betra að sundurliða það eftir verkþáttum. Nákvæm magntölu-skrá er besti kosturinn, eftir því sem verkið er betur skilgreint því nákvæmari verður loka niðurstaðan.

Ef samkomulag verður um að vinna verkið í tímavinnu eða í ákvæðisvinnu er nauðsynlegt  að semja um útselt tímagjald eða útselda verkeiningu áður en verkið hefst. Ef vinna á yfirvinnu í verkinu er farsælast að semja um þann þátt fyrirfram.

Vert er að minna á að samkvæmt samkeppnislögum er óheimilt að hafa samráð um útselda vinnu og getur hún því verið breytileg milli fyrirtækja. 

Verksamningur / Lagnaleyfi
Žegar tilboði hefur verið tekið er nauðsynlegt að aðilar geri með sér verksamning þar sem samið er um framgang verksins og  greiðslufyrirkomulag. Þá ber báðum aðilum samkvæmt lögum að undirrita eyðublað Mannvirkjastofnunar MVS 3. 102 Tilkynning um rafverktöku á neysluveitu. Rafverktaki sendir síðan eyðublaðið til viðkomandi rafveitu eða Mannvirkja-stofnunar. Vert er að geta þess að eyðublaðið er ígildi samnings milli aðila.

Heimtaug/spennusetning
Húsbyggjandinn þarf að sækja um heimtaug til viðkomandi rafveitu. Hann getur einnig falið rafverktaka sínum að annast það fyrir sig. Rafverktakinn sækir síðan um spennusetningu þegar lögnin er spennuhæf. Sama gildir í þeim tilfellum þegar um vinnuskúra er að ræða.

Framvinda verks
Žegar hér er komið sögu reynir á samkomulag milli aðila um framgang verks og greiðslur.

Verklok
Žegar verki er lokið framkvæmir rafverktakinn lokaúttekt og gerir tilheyrandi mælingar. Þá gerir hann lokaskýrslu á eyðublað, MVS 3. 105 Skýrsla um neysluveitu sem hann sendir til viðkomandi rafveitu eða Mannvirkjastofnunar og afrit til verkkaupa/húseiganda.

Rafverktakaskipti
Með undirskrift á eyðublað MVS 3. 102 er kominn á samningur milli aðila um verktöku og rafverktakinn er orðinn ábyrgur fyrir lögninni gagnvart viðkomandi rafveitu og Mannvirkja-stofnun. Óski verkkaupi eftir að skipta um verktaka verður að gera það á þann hátt sem lög segja fyrir um, með undirskrift beggja aðila á eyðublað MVS 3. 103  Tilkynning um rafverk-takaskipti.  Áður en til skipta kemur þarf að fara fram uppgjör milli fráfarandi verktaka og verkkaupa. Rafverktakinn sem tekur við yfirtekur síðan alla ábyrgð á verkinu.  

Til baka  

Efst
   


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Rafmagnsöryggi » Hśsbyggjandinn » Ķ upphafi skal endinn skoša

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré