(+354) 591 0100

Símanúmer

sart@si.is

Netfang

Borgartún 35

Staðsetning

Fréttir

Útskrift meistaranema frá RAFMENNT laugardaginn 20. maí

15 meistaranemar þar af 12 rafvikjameistarar og 3 rafveituvirkjameistarar voru útskrifaðir við hátíðlega athöfn frá RAFMENNT en þetta eru fyrstu nemendurnir sem útskrifast með meistararéttindi frá RAFMENNT eftir að skólinn hlaut viðurkenningu stjórnvalda sem framhaldsskóli.

Við athöfnina héldu Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, og Hjörleifur Stefánsson, formaður Samtaka rafverktaka, ávörp.

Í ávörpunum kom meðal annars fram að framtíð hagvaxtar á Íslandi byggi á iðn- og tæknimenntuðu fólki og fyrir utan hefðbundin störf rafiðnaðarfólks í mannvirkjagreinum þá séu mikla áskoranir framundan í loftslagsmálum. Þar sé efst á baugi orkuskipti í samgöngum og sjávarútvegi auk rafvæðingu hafna þar sem rafiðnaðnaðarfólk komi til með að hafa mikla aðkomu að því að leysa verkefni því tengdu. Þá kom fram að mikilvægt væri að meistarar væru þátttakendur í að efla starfsgreinina með því að taka nema til sín.

Að ávörpunum loknum afhenti Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, meisturunum prófskírteini auk þess sem formaður Samtaka rafverktaka afhenti öllum meisturunum gjöf frá samtökunum.

Við útskriftina var greint frá því að þar sem færri komast að en vilja í kvöldskóla Tækniskólann væri RAFMENNT að fara af stað með námsmöguleika sem sniðinn er að þeim sem starfandi eru á vinnumarkaðinum en hafa ekki lokið formlegu námi.
 
 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
 
 Hjörleifur Stefánsson, formaður SART og stjórnarformaður RAFMENNT
 Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ, Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi fromaður RSÍ og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins

Rafmennt festir kaup á nýjum kennslubúnaði

Nýlega fest RAFMENNT kaup á varmadælum og tengdum kennslubúnaði frá Rafstjórn ehf
Fyrirtækið Rafstjórn ehf sem er eitt af aðildarfyrirtækjum SART hefur verið eitt af leiðandi fyrirtækjum landsins á þessu sviði til marga ára með sérhæfða þjónustu og innflutning á viðurkenndum vörumerkjum.

Með nýjum kennslubúnaði fyrir varmadælur fá þátttakendur á námskeiði um Varmadælur og kælitækni að læra allt sem kemur að uppsetningu á vélunum ásamt virkni þeirra og meðhöndlun á kælimiðli gagnvart umhverfinu.
Myndin hér að ofan var tekin þegar Erling Guðmundsson framkvæmdastjóri Rafstjórn ehf afhenti Þór Pálssynihjá RAFMENNT  kennslubúnaðinn.

Svipmyndir frá fjölmennri ráðstefnu SART og SI um framtíð orkumála

Fjölmennt var á ráðstefnu Samtaka rafverktaka, SART og Samtaka iðnaðarins um orkumál sem fór fram föstudaginn 10. mars á Grand Hótel Reykjavík. Á ráðstefnunni var farið yfir stöðu og þörf í orkuinnviðum á Íslandi í ljósi loftslagsmarkmiða og var gefin innsýn í nýja tækni vindorku og sólarorku og horft til þess hvaða færni fagfólk þarf að búa yfir í framtíðaruppbyggingu orkuinnviða. Fundarstjóri var Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART. 

Ráðstefna SART

Dagskrá aðalfundar SART

Aðalfundur SART föstudaginn verður haldinn föstudaginn 10. Mars kl. 9:00 í Fundarsalnum Hvammi á Grand Hótel Reykjavík.

Dagskrá samkv. 22. Gr. Samþykkta SART en þar segir:


Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:

  1. Formaður og framkvæmdastjóri gera grein fyrir störfum stjórna og skrifstofu
    fyrir liðið ár.
  2. Reikningar samtakanna fyrir liðið reikningsár.
  3. Formenn aðildarfélaga eða fulltrúar þeirra gera grein fyrir sínum félögum.
  4. Umræður og afgreiðsla mála sem á löglegri dagskrá eru.
  5. Kosning formanns.
  6. Kosning tveggja skoðunarmanna og varamanna þeirra.
  7. Önnur mál.

Félagsfundur FLR og SART

Félagsfundur FLR og SART sem bar yfirskriftina „Breyttar áherslur skoðunarstofa?“ var haldinn miðvikudaginn 25. janúar sl.

Rúmlega 50 manns komu á fundinn sem haldinn var í húsnæði RAFMENNT auk þess sem félagsmenn fylgdust einnig með beinu streymi frá fundinum alls tæplega 70 manns
Á fundinum tóku meðal annars til máls löggiltir rafverktakar með áratuga starfsreynslu í faginu og lýstu yfir miklum áhyggjum af ósamræmi í úrtaksskoðunum skoðunarstofa á vegum HMS, nefndu þeir dæmi máli sínu til stuðnings og tíunduðu tjón sem þeir höfðu orðið fyrir vegna þessa ósamræmis.

Var forsvarsmönnum SART falið að óska eftir fundi með forstjóra HMS og koma röddum löggiltra rafverktaka á framfæri.


Samtök rafverktaka
Borgartún 35, 105 Reykjavík

Sími 591 0100
Fax 591 0101
Kt. 420269-0729
sart@si.is

Sterkari saman

Samtök iðnaðarins eru stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda á Íslandi.

Öryggi - Fagmennska

Merki samtakanna eru skrásett vörumerki og eru trygging fyrir fagmennsku, öryggi og traustum viðskiptaháttum.