Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

23.11.2015

Desemberuppbót 2015

Samkvæmt almennum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins greiðist desemberuppbót eigi síðar en 15. desember. Desemberuppbót fyrir fullt starf er nú kr. 78.000. Uppbótin greiðist hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall en fullt ársstarf telst a.m.k. 45 unnar vikur fyrir utan orlof.

Orlofs- og desemberuppbætur
Ef orlofs- og desemberuppbætur eru hluti tímakaups skal aðgreina þær frá tímakaupi á launaseðli. Það er gert þannig að þegar búið er reikna út nýtt tímakaup frá og með 1. maí 2015 eru uppbæturnar teknar út úr tímakaupinu sem kr. 57,69 á klst. (des 78.000 + orl 42.000 = 120.000 => 120.000 / 2080 klst. á ári = kr. 57,69).

Frá og með 1. maí 2016 fellur brott ákvæði kjarasamnings um greiðslu uppbóta jafnharðan og verða því uppbætur greiddar tvisvar á ári eins og hjá öðrum launamönnum. Starfsmaður fær þá ekki orlofsuppbót greidda í júní 2016 en vinnur sér inn rétt á árlegri uppbót m.v. starfstíma frá 1. maí 2016. Við greiðslu desemberuppbótar í desember 2016 verður að líta til þess að þegar er búið að greiða desemberuppbót fyrir fyrstu 17 vikur ársins. Starfsmaður fær því desemberuppbót greidda eins og starfsmaður sem hóf störf 1. maí 2016.

Nánar á vef SA


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré