Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

27.8.2015

Kjarasamningur - verfęragjald

Undirritaður hefur verið kjarasamningur við RSÍ vegna þeirra aðildarfélaga sem felldu kjarasamninginn frá júní sl., þ.e. Félags rafiðnaðarmanna á Suðurlandi, Rafiðnaðarfélags Suðurnesja og Rafiðnaðarfélags Norðurlands.

Samningurinn er samhljóða samningnum frá 22. júní sem flest aðildarfélög RSÍ hafa þegar samþykkt, en lögð er áhersla á að fyrirtækin á viðkomandi svæðum kynni starfsmönnum sínum þær launabreytingar sem munu koma til framkvæmda innan hvers og eins fyrirtækis. Kynning fari fram sem fyrst og verði lokið eigi síðar en 3. september. Tilkynna skal um afgreiðslu kjarasamnings eigi síðar en þriðjudaginn 15. september 2015 kl. 16:00.

Samhliða var farið yfir ágreining sem uppi hefur verið um orlofsgreiðslur til viðbótar verkfæragjaldi. Verkfæragjald er í eðli sínu endurgreiðsla á útlögðum kostnaði sem ekki ber að greiða orlof af. Við nánari yfirferð á útreikningi árlegs verkfærakostnaðar var það niðurstaða samningsaðila að greiða skuli verkfæragjald 12 mánuði á ári, því það hafi verið forsenda við útreikning gjaldsins. Kemur því orlof til viðbótar verkfæragjaldi.

ĮRJ


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré