Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

24.7.2015

Kjarasamningur – spurningar og svör

Borist hafa fyrirspurnir frá félagsmönnum SART vegna kjarasamnings SART og RSÍ. Þrátt fyrir sumarfrí og lokun skrifstofu hefur verið leitast við að svara símtölum og tölvupóstum varðandi samningana. Ákveðið var að safna saman fyrirspurnum og svörum og birta hér á vefnum.

Spurning:
Žessir samningar sem gerðir hafa verið við okkar menn eru algjörlega vonlausir. Þetta er sú mesta steypa sem sem sett hefur verið á blað. Höfðum við meistarar ekkert um málið að segja, hverjir voru í þessari samninganefnd, eru þeir með menn í vinnu?   

Svar:
Fyrst skal nefna að  SA fer með samningsumboð aðildarfélaga sinna, nema ef um annað er samið sérstaklega. Það eru flestir sammála um að þetta eru flóknir samningar og í þeim er flækjustig, enda gerðir undir þrýstingi verkfallshótanna. Þá var búið að leggja línur í öðrum samningum sem gerði málið enn erfiðara. (Minnt skal á að rafverktakar hringdu í SART og sögðu að það yrði að gera allt til að forðast verkföll).

Žað var ný reynsla fyrir okkur, að við vorum ekki að semja bara við RSÍ, heldur allan iðnaðarmannahópinn, "það er leið sem RSÍ valdi, en ekki við". Afturvirkir samningar eru alltaf dýrir (og var ekki okkar óska niðurstaða).

Leiðbeiningarnar sem fylgdu til rafverktaka með þessum flóknu samningum eru að flestra mati góðar og skýrar ef menn hafa þolinmæði til að lesa sig í gegnum þær.  Samninganefnd SART er þannig skipuð: Jens Pétur Jóhannsson, Lárus Andri Jónsson og Guðmundur Ragnarsson.

Spurning:
Hvernig stendur á því að þrjú félög rafvirkja fella samninginn meðan FÍR samþykkir og hvað þýðir það fyrir okkur rafverktaka ?

Svar:
Samninganefnd RSÍ ákvað að haga atkvæðagreiðslunni með þessum hætti og hefur til þess lagaheimild ( þ.e.a.s. að láta félögin kjósa hvert fyrir sig í stað þess telja öll atkvæðin saman). Það að þrjú félög hafi fellt þýðir að taka þarf upp viðræður á ný í ljósi þessarar nýju stöðu. Það eina sem fyrirtækin geta gert er að bíða með launaleiðréttingar til starfsmann í þessum félögum þar til málið leysist.

Spurning:
Af hverju var ekki haldinn fundur með okkur SART mönnum þar sem farið var yfir samningana?

Svar:
Žann 8. júlí voru haldnir tveir fundir "um kjarasamninga iðnaðarmanna" í Borgartúni 35,
kl. 08:45 og 12:15. Fundarboð var sent á alla félagsmenn, en því miður mættu allt of fáir okkar manna á þá fundi.

Spurning:
Hvernig stendur á því að skrifstofa SART er lokuð þegar svona mikilægt mál er í gangi og menn þurfa að leita sér leiðbeininga um framkvæmdina ?

Svar:
Žað var búið að ákveða sumarfrí starfsmanna SI og lokun skrifstofu á þessum tíma. Auk þess er verið að slípa, lakka gólf og mála veggi þessa dagana, þannig að þó menn hefðu viljað hafa opið, þá var það ekki hægt. Žess vegna ákvað stjórn SART að óska eftir því að Ásbjörn myndi svara síma og tölvupóstum eftir bestu getu, þrátt fyrir sumarfrí og hefur það gengið eftir nánast án undantekninga. Auk þess er SA með fólk á vakt sem svarar fyrirspurnum.

Spurning:
Er hægt að fá nánari skýringar varðandi verkfæragjaldið. Nú á að reikna 5,7% ofan á öll laun, er þetta ekki orðinn alltof stór pakki ?

Svar.
Minnt skal á að verkfæragjaldið, 4,23% var inn í launatöxtum rafvirkja (ekki gleyma því ). Nú er gjaldið 5,7% af launum (hækkar um 1,47%  eftir endurmat verkfæralistans og inn í því er starfsmönnum gert að tryggja verkfærin sjálfir)

RSÍ sótti fast að taka verkfæragjaldið út úr launataxta og að það yrði skilgreint sérstaklega á launaseðli. (Þeir höfðu nokkuð til síns máls varðandi þessa kröfu, því þeir voru eina iðnaðamannafélagið sem var með gjaldið inn í taxtanum. Við samanburð lágmarkstaxta iðnaðarmann voru þeir á pari við aðra með gjaldið inni, (voru sem sagt með 4,23 % lægri lágmarks-taxta en aðrir iðnaðarmenn)). 

Vilji rafverktakar hætta að greiða rafvirkjum verkfæragjald verða þeir að "semja um það sérstaklega við sína menn". Það eru í raun þrjár leiðir í boði.
1. Að greiða samkvæmt nýjum kjarasamningi.
2. Bjóðast til að kaupa af þeim verkfæratöskuna og hætta að greiða 5,7 % ofan á launin.
2. Meta verkfærin sem að rafverktakar hafa verið að skaffa og skipta kostnaðinum.

Spurning:
Žar sem það er búið að taka verkfæragjald śt úr launataxta og skilgreina það sérstaklega á  launaseðli, eigum við þá áfram að greiða orlof,  fellur það ekki út ?

Svar:
Įgreiningur var uppi milli RSÍ og SA um hvort greiða ætti orlof af verfæragjaldi. Á samningafundi þann 26. ágúst sl. urðu aðilar sammála um að svo skyldi vera. Nánar um verkfæragjaldið:

Verkfæragjald
"Varðandi það hvernig menn reikna út ný laun og framkvæma breytingar á fyrirkomulagi verkfæragjalds minnum við á leiðbeiningu sem þegar hefur verið send á alla rafverktaka og er jafnframt hér á SART vefnum:

Verkfæragjald vegna verkfæra sem rafiðnaðarmenn leggja sér til sjálfir var endurskoðað á grundvelli nýs verkfæralista og verðmats á honum auk þess sem bruna- og þjófnaðartrygging er nú hluti verkfæragjaldsins. Gjaldið var áður 4,23% en verður 5,7% af launum, (dagvinnu og yfirvinnu) og hækkar því um 34,75%. Þar sem rafiðnaðarmenn leggja sér til verkfæri skv. verkfæralista hækkar verkfæragjaldið til viðbótar við almenna launabreytingu. Hækkun gjaldsins er innifalin í hækkun reiknitölu ákvæðisvinnu.

Tilgreina skal verkfæragjald sérstaklega á launaseðli. Það þýðir að þegar búið er að reikna út launahækkun frá og með 1. maí 2015 þá er gjaldið tekið út úr tímakaupinu. Það er gert með því að margfalda tímakaup með tölunni 0,9595. Ef tímakaup eftir hækkun 1. maí 2015 er t.d. kr. 2.200 þá verður það án verkfæragjalds kr. 2.111 (2.200 x 0,9595). Verkfæragjaldið er þá mismunurinn eða kr. 89 og hækkar svo um 34,75%  í kr. 120.  

27. júlí 2015
Spurning:
Nú er nýja launataflan ekki sambærileg þeirri gömlu og ekki hægt að færa starfsmann í sama launaflokk og hann var í þeirri gömlu, heldur finna honum nýjan og í öllum tilfellum lægri flokk í nýrri töflu.
Nú talaði ég við RSÍ um daginn og þá segja þeir að setja eigi starfsmann í sama þrep og hann var. Nú er bara spurningin, eftir hvorum á að fara, RSÍ eða SART ?

Svar:
Žað er að sjálfsögðu fráleitt að starfsmaður fái áfram greitt skv. sama flokki í SART töflunni. Þetta eru valkvæðir taxtar sem fyrirtækin geta notað ef þau kjósa. Nýja taflan er auk þess án verkfæragjalds og því eru töflurnar ekki sambærilegar. Ef RSÍ er með hugmyndir um að rafvirkjar haldi tilteknum launaflokki þá eru þeir að fara fram á margfalt meiri hækkun en samið var um.
RÁ.


Meira síðar ....
ĮRJ.


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré