Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

6.7.2015

Helstu žęttir nżrra kjarasamninga SA og išnašarmanna - Leišbeiningar um framkvęmd

Žann 22. júní sl. undirrituðu Samtök atvinnulífsins kjarasamninga við sex sambönd og félög iðnaðarmanna. Samið var um sömu launabreytingar og samið hafði verið áður um við félög verkafólks og verslunarmanna. Launabreytingar koma til framkvæmda við næstu launa-útborgun eftir að samningar hafa verið samþykktir, afturvirkt frá 1. maí sl. Niðurstaða atkvæðagreiðslu liggur fyrir 15. júlí nk.

Samningana, kynningarefni og reiknivél má nálgast á vef SA:   http://sa.is/samningar-2015/,

Samningar iðnaðarmanna hafa að geyma nokkur frávik frá samningum verkafólks og verslunarmanna:  

 • Tekið er inn sérákvæði um launabreytingar þeirra iðnaðarmanna sem hófu störf hjá nýjum vinnuveitanda vegna uppsagna af völdum verkefnaskorts eða í kjölfar gjaldþrots á tímabilinu 1. maí til 31. desember 2014.
 • Skilgreint er nánar hvað telst vera föst yfirvinna við útreikning launaþróunartryggingar
 • Kauptaxtar kjarasamnings taka sérstakri hækkun og eru færðir nær greiddum launum en þar sem laun eru samsett af taxta og yfirborgun er heimilt að lækka yfirborgun á móti þannig af eftir standi að lágmarki sú launaþróunartrygging sem starfsmaður á rétt á.
 • Żmis sérmál, s.s. vegna verkfærakostnaðar, mætinga á mismunandi vinnustöðum, framsetningu launa og kostnaðarliða á launaseðli o.fl. Sérstaklega er fjallað um sérmál RSÍ og Samiðnar hér aftar en hvað varðar sérmál annarra starfshópa er vísað til undirritaðra kjarasamninga.

Launabreytingar
Launaþróunartrygging (eins og hjá VR/LíV og Flóa/SGS)

 • Til að njóta fullrar launaþróunartryggingar (skv. töflu í fylgiskjali með kjarasamningi) verður starfsmaður að hafa verið í starfi hjá vinnuveitanda frá 1. febrúar 2014 til 30. apríl 2015. Hafi starfsmaður fengið launahækkun á tímabilinu skal hækka laun um það sem upp á vantar svo launaþróunartryggingu sé náð. Lágmarkshækkun er þó 3,2%.
 • Starfsmenn sem ráðnir voru eftir 1. febrúar 2014 og til ársloka 2014 hækka um 3,2%.
 • Starfsmenn sem ráðnir voru á árinu 2015 eiga ekki rétt á hækkun nema sérstök hækkun lægstu kauptaxta hafi áhrif á laun þeirra.

Frávik vegna gjaldþrots og uppsagna af völdum verkefnaskorts
Samningar iðnaðarmanna hafa að geyma frávik frá ákvæði um launaþróunartryggingu. Starfsmenn sem hófu störf hjá nýjum vinnuveitanda vegna uppsagna af völdum verkefnaskorts eða í kjölfar gjaldþrots á tímabilinu 1. maí til 31. desember 2014 skulu taka sömu hlutfallshækkun launa og samstarfsmenn í sömu störfum. Vinnuveitandi lítur því til sambærilegra starfsmanna hvað varðar störf og reynslu og hækkar hlutaðeigandi starfsmenn með sama hætti.

Föst yfirvinna vegna launaþróunartryggingar
Svo yfirvinna teljist hafa verið föst við útreikning launaþróunartryggingar þarf hún að hafa verið föst all viðmiðunartímabilið. Ef yfirvinna er árstíðabundin eða hefur tekið breytingum á viðmiðunartímabilinu þá skal við launasamanburð einungis bera saman laun með yfirvinnugreiðslum sem hafa verið fastar allt viðmiðunartímabilið.

Sérstök hækkun kauptaxta - taxtar nær greiddu kaupi
Kauptaxtar iðnaðarmanna eru færðir nær greiddum launum og er hér um sömu aðgerð að ræða og árin 1997, 2000 og 2004. Hér er eingöngu um hækkun lægstu kauptaxta almennra kjarasamninga að ræða. Hækkunin þessara kauptaxta hefur ekki áhrif til hækkunar á launum þeirra sem eru með hærri dagvinnulaun. Ef laun eru samsett af taxta og yfirborgun þá lækkar yfirborgun gegn hærri taxta. Launabreyting er þó ekki minni en skv. launaþróunartryggingu.

Lækkun yfirborgunar vegna hækkunar kauptaxta er breyting á ráðningarsamningi og er því gert ráð fyrir að starfsmaður hafi 30 daga til að andmæla breytingunni. Geri hann það þá verður ekki breyting á samsetningu launa, þau taka einungis almennri hækkun skv. launaþróunartryggingu.

Hækkun launa 1. maí 2015 - framkvæmd

 1. Fundin eru föst laun í apríl 2015 og borið saman við töflu í fylgiskjali hver launaþróunartrygging á að vera. Ef greitt tímakaup er t.d. kr. 2.200 þá eru mánaðarlaun kr. 381.326. Launaþróunartrygging er því 6,4% skv. töflu.
 2. Fundin eru föst laun í febrúar 2014, þ.e. eftir launabreytingu í upphafi árs 2014. Ef laun hafa ekki hækkað á tímabilinu sem nemur launaþróunartryggingu skal hækka laun svo launaþóunartryggingu sé náð. Lágmarkshækkun er þó 3,2%.
 3. Ef laun eftir hækkun eru undir lágmarkstaxta starfsmanns, m.v. starfsreynslu og starfssvið, skal hækka laun upp í lágmarkstaxta. Ef starfsmaður undir lágmarkstaxta nýtur yfirborgunar af einhverju tagi er heimilt að lækka yfirborgun á móti hærri taxta.
 4. Ķ samningum Samiðnar og RSÍ eru gerðar breytingar á framsetningu launa og kostnaðarliða á launaseðli. Ef starfsmaður er með kostnaðarliði (verkfærapeninga, helgidaga) eða desember- og orlofsuppbót sem hluta tímakaups er mikilvægt að vinnuveitandi kynni sér sérstakar leiðbeiningar um framkvæmd launabreytinga hjá hlutaðeigandi starfshópum. Sjá nánar um sérmál þessarar félaga.

Sérmál Rafiðnaðarsambands Íslands
Ķ samningum SA og RSÍ eru nokkur kjaraatriði sem geta haft áhrif á launakostnað eða framsetningu launa á launaseðli.

Verkfæragjald
Verkfæragjald vegna verkfæra sem rafiðnaðarmenn leggja sér til sjálfir var endurskoðað á grundvelli nýs verkfæralista og verðmats á honum auk þess sem bruna- og þjófnaðartrygging er nú hluti verkfæragjaldsins. Gjaldið var áður 4,23% en verður 5,7% af launum, (dagvinnu og yfirvinnu) og hækkar því um 34,75%. Þar sem rafiðnaðarmenn leggja sér til verkfæri skv. verkfæralista hækkar verkfæragjaldið til viðbótar við almenna launabreytingu. Hækkun gjaldsins er innifalin í hækkun reiknitölu ákvæðisvinnu.

Tilgreina skal verkfæragjald sérstaklega á launaseðli. Það þýðir að þegar búið er að reikna út launahækkun frá og með 1. maí 2015 þá er gjaldið tekið út úr tímakaupinu. Það er gert með því að margfalda tímakaup með tölunni 0,9595. Ef tímakaup eftir hækkun 1. maí 2015 er t.d. kr. 2.200 þá verður það án verkfæragjalds kr. 2.111 (2.200 x 0,9595). Verkfæragjaldið er þá mismunurinn eða kr. 89 og hækkar svo um 34,75%  í kr. 120.  

Orlofs- og desemberuppbætur
Ef orlofs- og desemberuppbætur eru hluti tímakaups skal aðgreina þær frá tímakaupi á launaseðli. Það er gert þannig að þegar búið er reikna út nýtt tímakaup frá og með 1. maí 2015 eru uppbæturnar teknar út úr tímakaupinu sem kr. 57,69 á klst. (des 78.000 + orl 42.000 = 120.000 => 120.000 / 2080 klst. á ári = kr. 57,69).

Frá og með 1. maí 2016 fellur brott ákvæði kjarasamnings um greiðslu uppbóta jafnharðan og verða því uppbætur greiddar tvisvar á ári eins og hjá öðrum launamönnum. Starfsmaður fær þá ekki orlofsuppbót greidda í júní 2016 en vinnur sér inn rétt á árlegri uppbót m.v. starfstíma frá 1. maí 2016. Við greiðslu desemberuppbótar í desember 2016 verður að líta til þess að þegar er búið að greiða desemberuppbót fyrir fyrstu 17 vikur ársins. Starfsmaður fær því desemberuppbót greidda eins og starfsmaður sem hóf störf 1. maí 2016.

SART taxtatafla
Undirrituð hefur verið ný SART taxtatafla með valkvæðum launatöxtum. Nýja taflan er án verkfæragjalds og því eru nýja og gamla taflan ekki sambærilegar. Auk þess er flokkum raðað upp frá nýjum og hærri grunni en áður var vegna sérstakrar hækkunar lágmarkstaxta nær greiddum launum. Žví getur vinnuveitandi ekki fært starfsmann inn í sama launaflokk í nýju töflunni og hann var í þeirri gömlu. Við launabreytingar frá 1. maí 2015 er því rétt að horfa fram hjá tölum í töflunni og hækka eingöng á grundvelli launaþróunartryggingar.

Ekki verður gefin út SART tafla með kostnaðarliðum og því mun fækka þeim fyrirtækjum sem sjá ástæðu til að greiða tímakaup sem finnst í töflunni.

Mismunandi vinnustaðamætingar
Žann 1. maí 2016 kemur inn nýtt ákvæði í kjarasamning RSÍ um mætingu til vinnu, þ.e. þegar starfsmaður mætir íupphafi vinnudags á mismunandi vinnustöðum innan sama mánaðar. Ákvæðinu er ætlað að mæta viðbótarkostnaði sem ætla má að starfsmaður verði fyrir þegar vinna er skipulögð með þeim hætti:

Ef vinnuveitandi skipuleggur vinnu þannig að starfsmaður þarf að mæta í eigin tíma og á eigin kostnað á mismunandi vinnustöðum innan sama mánaðar, þremur eða fleiri, skal koma til móts við aukinn kostnað starfsmanns eða bjóða upp á flutning frá verkstæði/starfsstöð í eigin tíma starfsmanns. Það teljast mismunandi vinnustaðir ef meira en 2 km eru á milli vinnustaða. Endurgreiðsla kostnaðar miðast við 11,11 km akstur á dag þann mánuðinn m.v. akstursgjald Ferðakostnaðarnefndar ríkisins.

Um önnur sérmál rafiðnaðarmanna vísast til undirritaðs kjarasamnings.

ĮRJ


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré