Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

25.9.2014

Rafmagnsöryggisnįmskeiš į Akureyri og Egilsstöšum

Öryggi í forgang - burt með vinnuslysin. Markvisst skal unnið að því að útrýma vinnuslysum og gera starfsmenn og stjórnendur meðvitaða um mikilvægi öryggismála. SART hafi frumkvæði að því að innleiða verkefnið í samstarfi við Rafiðnaðarskólann. Þetta  sögðu rafverktakar þegar þeir mótuðu framtíðarsýn samtakanna til ársins 2018. Næstu námskeið eru á Akureyri 9. október og á Egilsstöðum 6. nóvember.  

Námskeiðið snýst um grundvallaratriði í rafmagnsöryggi. Fjallað er um helstu hættur af rafmagni og áhrif rafmagns á mannslíkamann, ásamt því að farið er yfir rétt vinnubrögð í kringum rafmagn, verklag og verkfæri til notkunar við rafmagnsvinnu.
Innihald námskeiðsins er eftirfarandi:

Hættur af rafmagni
Raflost - Ljósbogi - Sprengingar

Įhrif rafmagns á mannslíkamann 
Afleiðingar slysa af völdum rafmagns - Viðbrögð við rafmagnsslysum

Örugg vinnubrögð
Vinna undir spennu - Læsa, merkja, prófa (staðfesta). 

Ljósbogahættur
Vinnuaðferðir til varnar ljósbogahættum -  Persónuhlífar -  Einfaldar úrskýringar á ljósbogahættu og hvernig meta má hætturnar ef upplýsingar liggja ekki fyrir.

Mítur og misskilningur um hættur í rafkerfum.

Fyrir hverja:
Fyrir alla þá sem vilja tryggja betur öryggi sitt og annarra við vinnu í kringum rafmagn.
Námskeiðið hentar öllum, þó áherslan sé á rafiðnaðarmenn.

Skráning  "HÉR"

ĮRJ


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré