Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

19.6.2014

Viljum viš bęta reksturinn og bera meira śr bķtum?

Žegar rafverktakar mótuðu framtíðarsýn SART til ársins 2018 voru þeir sammála um að aukin framleiðni væri lykillin að betri afkomu fyrirtækjanna. En hvað þarf til, höfum við tækin og tólin til þess að leysa verkefnið? Til þess að ná árangri þurfa rafverktakar fyrst og fremst leggja áherslu á betri stjórnun, ekki síst á stjórnun framkvæmda. Stjórnun felur í sér tvo meginþætti:

1) Aðgengi að staðreyndum rekstrarins.
Góð stjórnun krefst áreiðanlegra upplýsinga um notkun aðfanga, vinnuframlags starfsmanna við einstök verk og nýtingu véla og tækja. Enn fremur er nauðsynlegt að geta rakið ferli verka frá tilboðum og verkbeiðnum til afhendinga.

2) Nýting upplýsinga við stjórnun.
Žegar upplýsingar eru aðgengilegar og ferlar skýrir er unnt að beita aðferðum gæðastjórnunar til að stýra fyrirtækinu með hámarksárangri.

Að ná hámarksárangri í fjórum þrepum  ( D - C - B - A vottun)
Įfangaskipt gæðavottun SI er tæki fyrir stjórnendur og starfsmenn til að auka arðsemi og bæta starfsumhverfi fyrirtækja. Með þessari aðferð er komið til móts við þá sem vilja bæta rekstur sinn markvisst skref fyrir skref. Þótt fyrirtækin kjósi að taka aðeins fyrstu eitt eða tvö þrepin hafa þau þá þegar í mörgum tilvikum gert umtalsverðar úrbætur fyrir sig og viðskiptavini sína. Afraksturinn kemur fljótlega í ljós með aukinni framleiðni, betri framleiðslu og þjónustu.

Byrjum á D - vottun 
Vottun fyrsta þreps (D-vottun) krefst þess að fyrirtæki standist tilteknar lágmarkskröfur um aðgengi að áreiðanlegum upplýsingum um staðreyndir í rekstrinum. Þessar upplýsingar eru undirstaða þess að stíga næsta skref (C-vottun) að undangenginni úttekt og vottun. Fyrirtæki innan SART og SI geta fengið ótakmarkaða sérfræðiaðstoð við þessa vinnu.

Strákar - þið eruð með þetta!
Dæmin sanna að rafverktakar eru almennt það vel skipulagðir í dag að þeir ættu að standast D-vottun. Því er það er verðug áskorun fyrir hvern og einn að láta reyna á stöðu sína hvað þetta varðar. Sífellt fleiri verkkaupar gera kröfur á verktaka um góða stjórnun.   

SART mun á næstu dögum gera könnun á því hvernig staðan er almennt hjá rafverktökum varðandi D-vottunina. Að henni lokinni verða niðurstöðurnar kynntar og notaðar sem verkfæri til þess að gera betur.

Ég hvet alla rafverktaka til að taka þátt, því stærra sem úrtakið er, því marktækari verða niðurstöðurnar.

ĮRJ


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré