Beint á leiđarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

3.12.2014

Gćđastjórnunarkerfi iđnmeistara / öryggisstjórnun rafverktaka

Byggingarreglugerð nr. 112/2012 gerir þá kröfu til iðmeistara að hann komi sér upp skilgreindu gæðastjórnunarkerfi, þannig að tryggt sé að öll starfsemi hans sé samkvæmt reglum. Iðnmeistari fylgi byggingarreglugerð, leiðbeiningum og fyrirmælum Mannvirkja-stofnunar og öðrum gildandi lögum og reglum, eftir því sem við á, í störfum sínum. 

Iðnmeistara ber að koma sér upp verkkskráningu og vistun gagna sem uppfyllir þau skilyrði að hægt sé að rekja öll hans verk. Ef þess er óskað af Mannvirkjastofnun, skal iðnmeistari geta sýnt yfirlit yfir verk sín og rakið hvert verkefni og hvern verkþátt.

Iðnmeistara ber að hafa eftirlit með allri vinnu sem unnin er í hans nafni, enda ber hann ábyrgð á framkvæmd hennar. Hann skal gera áætlun um innra eftirlit með einstaka verkþáttum og lýsingu á því hvernig eftirlitinu er sinnt. Halda skal skrá yfir niðurstöður innra eftirlits ásamt þeim úrbótum sem ráðist var í vegna athugasemda og frábrigða í úttekt.

Öryggisstjórnun rafverktaka
Reglugerð um raforkuvirki nr. 678/2009 gerir þá kröfu til rafverktaka að þeir komi sér upp öryggisstjórnunarkerfi þar sem skilgreyndir eru m.a. eftirfarandi meginþættir: Verskráning og vistun gagna, yfirferð eigin verka, aðstaða og búnaður, þjónustuskyldur. Þessi krafa hefur verið á rafverktökum allt frá árinu 1996.

Í verklagsreglu 10 (VLR 10) um öryggisstjórnun rafverkaka segir m.a.:  Rafverktaka ber að koma sér upp skilgreindu öryggisstjórnunarkerfi, þannig að tryggt sé að öll hans starfsemi sé samkvæmt reglum. Rafverktaki fylgi reglum um raforkuvirki, fyrirmælum Mannvirkjastofnunar og öðrum gildandi lögum og reglum, eftir því sem við á, í störfum sínum.

Rafverktaka ber að koma sér upp verkskránngu og vistun gagna, sem uppfyllir þau skilyrði að hægt sé að rekja öll hans verk, síðustu 4 ár hið minnsta. Ef þess er óskað af þar til bærum aðilum, skal rafverktaki geta sýnt yfirlit yfir verk sín og rakið hvern og einn verkþátt á þann hátt að hægt verði að sjá um hvaða verkþátt er að ræða.

"Öryggisstjórnun rafverktaka uppfyllir kröfur byggingarreglugerðar um gæðastjórnun".
SART - Samtök rafverktaka, hafa í viðræðum við Mannvirkjastofnun haldið því fram að ekki sé þörf á að gera kröfu til rafverktaka um gæðastjórnunarkerfi skv. byggingarreglugerð, þar sem öryggisstjórnunarkerfi rafverktaka fullnægi þeim kröfum sem þar eru settar fram. Mannvirkja-stofnun hefur nú staðfest að svo sé. Í leiðbeiningum um gæðastjórnunakerfi iðnmeistara segir orðrétt: "Um gæðastjórnunarkerfi rafvirkjameistara gildir reglugerð um raforkuvirki nr. 678/2009."  

Ţar með er tekinn af allur vafi í þessu máli og munu því rafverktakar sem skráðir eru í Landsskrá rafverktaka á vef Mannvirkjastofnunar teljast standast kröfur byggingarreglugerðar hvað varðar gæðastjórnun.

ÁRJ

 


Samstarfsađilar

Smelltu á mynd til ađ fara á vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Ákvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóđin ţín:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborđ

Minna letur Stćrra letur Veftré