Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

16.1.2014

Žeir vissu viti sķnu ķ gamla daga

Žað sannar aldagömul saga frá árinu 1683

Eftirfarandi er tekið úr blaðinu Ingeniören 16. desember 1983 sem er gefið út í Danmörku

Tímarnir breytast en ákveðnir hlutir eru þó í fullu gildi enn og ávallt. Þanig skrifaði yfirmaður frönsku virkjanna, Hr. Vauban, ráðherra sínum, Hr. Louvois:

Herra minn. 
Į síðustu árum er allmikill fjöldi tilboðsverka sem ekki hefur verið lokið við og líklega verður aldrei lokið við. Það orsakast , kæri herra, af því að hin allt of lágu verð sem til hafa orðið við útboð yðar, hafa virkað siðspillandi. Það er alveg víst að hin tíðu samningsbrot, svik á loforðum og endurútboð verka hafa valdið því að þér hafið dregið að verktaka með vafasamt siðgæði og verktaka sem ekki hafa getu til starfsins, en þeir verktakar sem með vilja og dugnaði geta stjórnað verkum sínum, hafa verið víðs fjarri.

Ég vil jafnframt benda á að allt þetta seinkar og eykur kostnað við verkin í ríkum mæli. Það er því slæm áætlun að sækjast eftir slíkum undirboðsverkum, sem eru blekking, því verktaki sem tapar á verki er eins og drukknandi maður sem grípur dauðahaldi í allt sem til næst, það er að segja, slíkur verktaki greiðir ekki viðskiptaaðilum sínum og fær því verri vörur og þjónustu, hann svindlar þar sem hann mögulega getur og kemst upp með, hann undirborgar starfs-mönnum og hefur því lélegasta starfsfólkinu á að skipa, og hann "æpir" á miskunn við hvert tækifæri.

Žetta ætti, herra minn, að opinbera yður að þessi vinnubrögð eru óheppileg, hættið því við þau og fyrir alla muni: Endurreisið heiðarleikann, greiðið fyrir vinnuna á sannvirði og sjáið fyrir sómasamlegum greiðslum til verktaka er uppfyllir skyldur sínar, það mun alltaf verða besti samningur sem þér getið gert.

Vauban,  17. júlí 1683


 


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré