Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

1.1.2014

Kvešja frį formanni SART į nżju įri

Žað þykir við hæfi í upphafi árs að líta yfir farinn veg, ásamt því að reyna að rýna veginn til framtíðar. Fortíðin segir yfirleitt sögu sem hægt er draga lærdóm af, á meðan framtíðin er ófyrirséð og oft tilviljunum háð. Þess vegna er svo mikilvægt að við leggjum línurnar um hvert við viljum stefna, sköpum okkur framtíðarsýn og skilgreinum þann árangur sem við viljum ná.

SART og SI
Nú eru liðin tvö ár síðan SART gengu til liðs við Samtök iðnaðarins og almenn sátt virðist ríkja um það stóra skref sem þá var stigið. Einstaka félagsmenn hafa lýst þeirri skoðun sinni, að í nýju umhverfi fái þeir meiri þjónustu fyrir minni pening og ef það er almennt upplifun þeirra sem sækja sér ráðleggingar og þjónustu til samtakanna þá erum við á réttri leið.

Stefnumótun til 2018
Ný framtíðarsýn SART var mótuð á stefnumótunarfundi snemma árs 2013. Framtíðarsýnin er sett fram í formi lýsingar á þeim árangri sem rafverktakar vilja að hafi náðst árið 2018 og forsendum sem þurfa að vera fyrir hendi til að svo megi verða. Meðal þess sem menn dreymir um eru sterk fyrirtæki í arðsömum rekstri þar sem ánægðir viðskiptavinir og starfsmenn upplifa sig í öryggi og fagmennsku.

Aukin framleiðni
En til þess að draumurinn rætist þurfa réttar forsendur að vera fyrir hendi. Rannsóknir sýna að framleiðni á Íslandi stenst ekki samanburð við þau lönd sem við viljum miða okkur við. Til þess að markmið um arðsemi náist þurfa fyrirtækin að auka framleiðni með betri stjórnun, með sérstakri áherslu á stjórnun framkvæmda. Fyrirtæki og starfsfólk verða að þróast í átt að árangursmiðaðra umhverfi sem ekki snýst bara um kaup og kjör. Starfsmenn þurfa að upplifa rafiðnaðinn sem aðlaðandi umhverfi þar sem verðmætasköpun og laun fylgjast að. 

Betri stjórnun, aukin gæði  =  gæðastjórnun
Ný byggingarreglugerð gerir þær kröfur til iðnmeistara að þeir hafi komið sér upp gæðakerfi fyrir lok árs 2014. Í ljósi þess að gæðastjórnun er ekkert annað en góð stjórnun sem getur leitt til aukinnar arðsemi og vandaðri vinnubragða hvet ég alla rafverktaka til að mikla ekki verkefnið fyrir sér.

Gæðakerfi Samtaka iðnaðarins stendur félagsmönnum til boða ásamt aðstoð við innleiðingu og uppsetningu, allt eftir þörfum hvers og eins. Rafverktakar eru komnir lengra í þessu verkefni en þá grunar, enda hefur krafan um öryggisstjórnun verið á greininni síðan árið 1996.

Að lokum óska ég félagsmönnum öllum, fjölskyldum þeirra og fyrirtækjum velfarnaðar á nýju ári.

Jens Pétur Jóhannsson, formaður SART 


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré