Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

29.8.2013

Nś er ašeins įr til stefnu.

Nú eru tæp tvö ár síðan mannvirkjalög tóku gildi og því rúmlega eitt ár eftir af þeirri aðlögun sem lögin veittu iðnmeisturum og byggingarstjórnum til að koma sér upp gæðakerfi og nota við rekstur  verka. Margir hafa þessa hluti í góðu lagi nú þegar. Sumir eru komnir vel af stað en of margir  hafa enn ekkert aðhafst í þessu efni.

Lítið mál og ekki eftir neinu að bíða
Hugtakið „gæðastjórnun" virkar á marga sem háfleygt fyrirbrigði og það hefur dregið kjark úr mörgum að byrja innleiðingu gæðakerfis.  Það er þó minna mál er margur heldur og ekkert til að óttast. Þegar vel tekst til auðveldar það stjórnendum dagleg störf. Undirstaða gæðakerfis kallast gæðahandbók sem er sambærileg hönnunargögnum við mannvirkjagerð að því leyti að við byggingu mannvirkja nota iðnarmenn teikningar og verklýsingar en við rekstur fyrirtækis nota stjórnendur verklagsreglur, gátlista og ýmis eyðublöð.

Žað er illgerlegt að byggja hús án teikninga og verklýsinga og að sama skapi er óskynsamlegt að reka fyrirtæki án sambærilegra gagna í formi verklagsreglna og gátlista. Með gerð gæða-handbókar er verið að hanna fyrirtækið, rekstur þess og stjórnun. Þannig má samræma vinnu-brögð, auka hagræðingu  og fækka mistökum. Hugtakið „gæðastjórnun" þýðir einfaldlega GÓÐ STJÓRNUN og á grundvelli Laga um mannvirki þýðir það góð framleiðslu-/byggingarstjórnun

Tíminn að hlaupa frá okkur
Tíminn líður hratt og þriggja ára fresturinn, sem iðnmeistarar og byggingarstjórar fengu til aðlögunar, er brátt á enda. Því ættu iðnmeistarar og byggingarstjórar, sem enn hafa ekki komið þessum málum í lag að bregðast við strax. Fyrir árslok 2014 þurfa þeir, sem ætla að starfa áfram sem iðnmeistarar og byggingarstjórar, að leggja eigið gæðakerfi fram til úttektar og viðurkenningar hjá skoðunarstofu á vegum Mannvirkjastofnunar. Á vef Mannvirkjastofnunar http://www.mvs.is/ er að finna ágætar leiðbeiningar varðandi kröfuna um gæðakerfi og úttekt á þeim.

Margt í boði til aðstoðar
Fyrir þá sem vilja aðstoð við að koma sér upp og nota gæðakerfi er margt í boði. Hjá Iðunni fræðslusetri eru þrjú námskeið í boði, öll byggð á sömu forsendum en misjafnlega ítarleg. Stysta námskeiðið er sjö kennslustundir og er ætlað einyrkjum og minnstu fyrirtækjum sem ætla ekki annað en að standast lágmarkskröfur mannvirkjalaga.  Ennfremur er í boði tuttugu kennslustunda námskeið sem er ætlað stærri fyrirtækjum sem standa fyrir framkvæmdum eða starfa sem undirverktakar hjá öðrum og ætla að standast kröfur opinberra verkkaupa um gæðastjórnun.
 
Į námskeiðinu er farið ítarlega yfir skilgreiningu á aðferðafræði gæðastjórnunar ásamt ýmsum tækjum og tólum sem notuð eru við stjórnun. Námskeiðið á að gefa þátttakendum góða innsýn í  hvernig hægt er að byggja upp gott gæðakerfi og hvernig það er notað við daglega verk-stjórn.  Í þriðja lagi er stefnt að því eftir áramót að bjóða rúmlega 35 kennslustunda námskeið þar sem þátttakendur fá skilgreiningu á aðferðafræði, tækjum og tólum gæðastjórnunar og vinna jafnhliða að gerð eigin gæðahandbókar. Sem hluta af námskeiðinu er þátttakendum boðinn  stuðningur  í gegnum raunverulegt verk sem þeir hafa tekið að sér.

Žeir sem vilja byggja upp eigið gæðakerfi frá grunni í stað þess að kaupa aðgang að forsniðnu gæðakerfi, t.d. hjá SI, fá sértæka tölvukennslu til þess. Þetta er námskeið sem byggingar-stjórar ættu ekki láta fram hjá sér fara.

Hjá Samtökum iðnaðarins er hægt að kaupa aðgang að miðlægu, forsniðnu gæða- og skráavistunarkerfi sem auðveldar og styttir þátttakendum leiðina að settu marki. Þangað er líka hægt að sækja ráðgjöf, aðstoð, leiðbeiningar og kennsluefni varðandi stjórnun og rekstur. Ýmis gögn tengd málefninu er að finna á vefsíðu Samtakanna á slóðinni http://www.gsi.is/. Öll aðstoð verkefnisstjóra SI við félagsmenn og aðgangur að upplýsingum á vefsetri er án endurgjalds. Þeir félagsmenn, sem velja að fá afnot af forsniðnu gæðakerfi SI til að byggja upp eigið gæðahandbók og gagnavistun, þurfa að greiða 25.000 kr. eingreiðslu í upphafi og síðan 5.200 kr. fyrir mánaðarleg afnot og vistun á gögnum. Umfram það er öll aðstoð félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Auðveld og markviss leið
Mörg fyrirtæki hafa valið að nýta sér áfangaskipta gæðavottun SI til að skipuleggja eigið gæðastarf. Þá er stuðst við lítið kver sem ber heitið „Hvar stöndum við?"  og nýtist eins og verkáætlun eða gátlisti sem leiðir viðkomandi í gegnum allan reksturinn skref fyrir skref. Áfangarnir eru fjórir og  SI bjóða fyrirtækjunum úttekt og vottun að loknum umbótum í hverjum áfanga.

Til stuðnings við þessa vinnu er kennslubókin „Hvernig gera má betur?" sem er byggð upp með sama hætti og þar er því auðvelt að finna góð ráð þegar á þarf að halda.  Aðstoð og úttekt hvað þetta varðar er félagsmönnum SI að kostnaðarlausu.  Því er ekki eftir neinu að bíða. Ef þú þarft aðstoð þá er bara að hringja í 591-0127, senda tölvupóst á ferdinand@si.is   eða nálgast nánari upplýsingar eru á http://www.gsi.is/  og þú ert lagður af stað.

Ferdinand Hansen


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré