Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

3.6.2013

Stafręnt sjónvarp - betri žjónusta

Með stafrænum sjónvarpssendingum stórbatnar þjónusta RÚV við sjónvarpsáhorfendur um land allt. Til að ná stafrænum útsendingum þarf í fæstum tilvikum aukabúnað. Þorri sjónvarpstækja sem hefur verið seldur á Íslandi undanfarin ár styður útsendingarstaðalinn DVB-T og nýjustu tækin DVB-T2.

Žeir sem eiga eldri tæki (t.d. túbusjónvörp eða eldri flatskjái) þurfa hins vegar að kaupa stafræna móttakara sem fást víða og eru ekki dýrir. Þeir sem kaupa sjónvarpsáskrift um ADSL eða ljósleiðara á vegum Vodafone og Símans þurfa engar breytingar að gera en athugið að þótt RÚV sé dreift um þessi kerfi eru þau ekki hluti eigin kerfis RÚV.

Stafræn útsending RÚV þýðir að gæði útsendingar verða meiri. Samhliða stafrænum útsendingum hefjast útsendingar í háskerpu. Stefnt er að því að nýja dreifikerfið nái til a.m.k. 99,8% landsmanna fyrir árslok 2014 og verða þá tvær sjónvarpsrásir í boði í stað einnar nú.

Eftir því sem nýja, stafræna dreifikerfið tekur við af hliðrænu útsendingunni færist útsendingin yfir í háskerpu. Stefnt er að því að fyrir árslok 2014 ráði RÚV yfir tveimur sjónvarpsrásum í háskerpu sem náist um land allt.

RÚV hefur samið við Vodafone um stafræna sjónvarpsútsendingu. UHF dreifikerfi Vodafone verður stækkað og eflt til að þjóna notendum RÚV. Útsendingar RÚV verða eftir sem áður opnar og ókeypis. Ekki er þörf á myndlykli eða áskrift að Vodafone til að ná þeim.

Sjá nánar á vef RUV


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré