Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

5.12.2013

Sękja žarf um starfsleyfi žjónustuašila brunavarna

Žann 8. nóvember 2011 tók gildi reglugerð nr. 1067 um þjónustuaðila brunavarna. Samkvæmt reglugerðinni skulu allir, jafnt fyrirtæki sem einstaklingar, sem bjóða þjónustu vegna bruna-varna hafa gilt starfsleyfi útgefið af Mannvirkjastofnun. Undir þetta ákvæði fellur m.a. öll þjónusta við uppsetningu og viðhald brunaviðvörunarkerfa og brunaþéttinga. Þeir starfsmenn sem þjónusta þessa þætti skulu hafa lokið sérnámskeiði sem Mannvirkjastofnun metur gilt. Námskeið Rafiðnaðarskólans um sjálfvirk brunaviðvörunarkerfi er viðurkennt sem slíkt sérnámskeið. Ábyrgðarmaður skal vera rafvirkjameistari eða með sambærilega menntun.

Samtök rafverktaka gerðu athugasemdir við að hafa ekki fengið reglugerðina til umsagnar og einnig voru gerðar athugasemdir við viss ákvæði hennar. Mannvirkjastofnun hefur að mati SART brugðist við athugasemdum með fullnægjandi hætti m.a. með fyrirheit um lítilsháttar lagfæringu á reglugerðinni og útgáfu verklýsinga sem skýra umsóknarferlið og mat umsókna.

SART hvetur því alla rafverktaka sem hafa verið að þjónusta brunaviðvörunarkerfi eða hafa hug á að sinna þeim verkefnum að sækja um starfsleyfi fyrir næstu áramót.

Hvað þarf að fylgja umsókninni?

1. Afrit af viðurkenningu Mannvirkjastofnunar,  eða þeirra sem Mannvirkjastofnun viðurkennir til námskeiðshalds, á þeim starfsmönnum sem fyrirhugað er að sinni þjónustu við brunaviðvörunarkerfi ásamt afriti af viðurkenningu ábyrgðarmanns.
Nánari skýring:  Viðurkenning er staðfesting á að viðkomandi hafi sótt námskeið.
Hafi ábyrgðarmaður ekki sótt námskeið skal hann leggja fram gögn sem staðfesta reynslu hans af þjónustu við brunaviðvörunarkerfi ( t.d. staðfestingu verkkaupa).


2. Afrit af meistarabréfi ábyrgðarmanns sem rafvirkjameistara eða staðfesting á sambærilegri menntun.

3. Staðfesting á þriggja mánaða starfsreynslu ábyrgðarmanns hjá þjónustuaðila með starfsleyfi. Það athugist að starfsleyfi hjá aðila sem hefði viðurkenningu skv. eldri reglum telst jafngilda starfsreynslu hjá þjónustuaðila með starfsleyfi.
Nánari skýring:  Žeir rafvirkjameistarar sem hafa verið að þjónusta brunaviðvörunarkerfi samkvæmt eldri reglum teljast hafa fullnægjandi starfsreynslu.

4. Staðfesting á því að starfsmenn hafi fengið þjálfun og leiðbeiningu ábyrgðarmanns og starfsmanna frá framleiðanda eða söluaðila þeirra brunaviðvörunarkerfa sem umsækjandi hyggst þjónusta ef þess er krafist í leiðbeiningum framleiðanda þeirra kerfa sem tilgreind eru skv. 5. lið.

5. Tegundir kerfa sem sótt er um starfsleyfi fyrir.

Brunaþéttingar: Starfsleyfið nær til brunaþéttinga á eigin verkum. Ætli viðkomandi hins vegar að veita öðrum þjónustu þarf að sækja um starfsleyfi sérstaklega og þá er einnig gerð krafa um námskeið.

Umsóknarblöð fyrir starfsleyfi er að finna á heimasíðu Mannvirkjastofnunar:   
http://www.mannvirkjastofnun.is/byggingarmal/starfsleyfi/

Hægt er að senda fyrirspurnir til Mannvirkjastofnunar á  mvs@mvs.is

ĮRJ


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré