Beint á leiđarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

21.9.2012

Saman veita SART og SI félagsmönnum betri ţjónustu

Við inngöngu SART  í Samtök iðnaðarins um síðustu áramót opnuðust ýmsar nýjar leiðir til aukinnar þjónustu við félagsmenn.  Hér verður minnst á nokkur atriði sem við teljum mjög mikilvæg okkar félagsmönnum og jafnframt bendum við á þjónustu samtakanna sem við hvetjum rafverktaka til að kynna  sér vel.

Meistaradeild Samtaka iðnaðarins - MSI
Innan samtaka iðnaðarins er starfandi svokölluð meistaradeild og innan hennar starfa nú tíu félög iðnmeistara. Tilgangurinn er að skapa öflugan þverfaglegan vettvang um hagsmuni iðnmeistara og auka samstarf félagsmanna í byggingargreinum innan SI.

Ábyrgðarsjóður MSI
Aðilar innan Meistaradeildar SI hafa stofnað  Ábyrgðasjóð MSI. Tilgangur með sjóðnum er að skapa traust milli verkkaupa og verktaka ásamt því að leitast við að tryggja viðskiptavinum félagsmanna MSI eins og kostur er, að vinna framkvæmd af félagsmönnum MSI sé í samræmi við skriflegan verksamning og góð fagleg vinnubrögð.  (sjá meðfylgjandi bækling)

Árgjald til sjóðsins er kr. 5000,- sem félagsmenn greiða í tvennu lagi.  Allar inngreiðslur félagsmanna SART eru tilgreindar sem séreign SART, komi til þess að sjóðnum verði slitið.  

Gæðastjórnun
Markviss stjórnun leiðir til bættrar afkomu. Þess vegna teljum við brýnt að sem flestir tileinki sér aðferða- og hugmyndafræði gæðastjórnunar og nú stendur félagsmönnum SART til boða aðstoð við að byggja upp gæðakerfi. http://www.gsi.is/  

Hjá Samtökum iðnaðarins standa til boða gögn og aðstoð við að koma á gæðastjórnun. Verktakar, meistarar og byggingastjórar geta, gegn vægu verði, leigt aðgang að miðlægu gæðakerfi GSI þar sem þeir geta byggt upp eigið gæðakerfi og útbúið verkmöppur fyrir tiltekin verk.  Í GSI er einnig verkbókhald sem uppfylltir kröfur Mannvirkjastofnunar um skráningu á frammistöðu aðila. Komið hefur verið á samstarfi við Mannvirkjastofnun og helstu opinberu verkkaupa landsins um innleiðingu gæðastjórnunar við verklegar framkvæmdir.

Lögfræðileg málefni
Ráðgjöf og aðstoð er veitt í lögfræðilegum efnum á flestum sviðum sem varða rekstur fyrirtækja. Rétt mat á réttarstöðu í tæka tíð getur komið í veg fyrir fjárútlát og önnur skakkaföll síðar. Meðal málefna má nefna: Almenn lögfræðiráðgjöf, lögfræðileg úrlausnarefni um iðn- og starfsréttindi, ráðgjöf og leiðbeiningar á sviði útboðs- og samkeppnismála og þátttaka í endurskoðun ýmissa laga og reglugerða.

Kynnið ykkur málið
Upplýsingarnar hér að framan eru á engan hátt tæmandi fyrir þá þjónustu og þar starf sem unnið er hjá samtökunum. Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér heimasíðurnar   http://www.si.is/   og   http://www.sart.is/  .

Fyrir hönd stjórnar SART
Ásbjörn R. Jóhannesson     asbjorn@si.is      591-0126 / 824-6126

Samstarfsađilar

Smelltu á mynd til ađ fara á vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Ákvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóđin ţín:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborđ

Minna letur Stćrra letur Veftré