Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

11.7.2012

Samkomulag SART og Mannvirkjastofnunar vegna ĶST 200:2006

Ķ nóvember 2007 voru gerðar breytingar á reglugerð um raforkuvirki nr. 264/1971 (1160/2007) í þá veru að felldir voru burtu tæknlegir hlutar hennar en þess í stað vísað til ákvæða íslenskra staðla við hönnun og setningu raforkuvirkja og neysluveitna. Einn af fyrrgreindum stöðlum var ÍST 200:2006 sem fjallar um raflagnir bygginga.

Við fyrrgreinda breytingu á reglugerð var gefinn tveggja ára aðlögunartími svo löggiltir rafverktakar gætu klárað raflagnir þeirra bygginga (neysluveitna) sem þeir voru byrjaðir á samkvæmt eldri reglum. Eftir 1. janúar 2010 áttu öll verk sem rafverktakar tilkynntu sem fullunnin að vera samkvæmt nýjum reglum enda talið að tveggja ára tímafrestur væri fullnægjandi.

Žrátt fyrir fyrrgreindan aðlögunartíma hefur borið á nokkurri óánægju meðal löggiltra rafverktaka en margir þeirra náðu ekki að tilkynna neysluveitur sem þeir höfðu unnið í samræmi við eldri reglur fyrir tilsett tímamörk og falla þær því undir nýjar reglur.

Śr flestu hefur verið hægt að bæta án mikils kostnaðar, en þó er eitt atriði sem sérstaklega hefur staðið út af borðinu. Það eru sjálfvör (öryggisrofar) í rafmagnstöflum, stærð þeirra getur verið röng miðað við raftaugar, því þarf í sumum tilfellum að draga í nýjar og sverari taugar eða skipta út sjálfvörum í töflum og setja ný í staðinn.

Til þess að koma til móts við áðurnefnda rafverktaka mun Mannvirkjastofnun ekki vera með neinn sérstakan eftirrekstur vegna athugasemda sem gerðar eru við notkun 16 A sjálfvara fyrir 1,5 mm² raftaugar í nýjum neysluveitum sem stofnunin velur til skoðunar, annan en sem fram kemur í skoðunarskýrslu viðkomandi neysluveitu.  

Žetta er þó háð því að þjónustubeiðni viðkomandi neysluveitnu hafi verið samþykkt af dreifiveitu fyrir lok árs 2007 og þarf rafverktaki að senda Mannvirkjastofnun afrit af þjónustubeiðninni. Varðandi neysluveitur þar sem þjónustubeiðni liggur ekki fyrir skal rafverktaki leggja fram gögn til MVS sem staðfesta að framkvæmdir hafi hafist fyrir árslok 2007.

ĮRJ

Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré