Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

4.7.2012

Reglugerš um žjónustuašila brunavarna, óįsęttanleg fyrir rafverktaka.

Žann  8. nóvember 2011 tók gildi reglugerð nr. 1067 um þjónustuaðila brunavarna.  Í kynningu sem Mannvirkjastofnun sendi SART í tölvupósti þann 23. maí sl. segir: „ Athygli er vakin á ákvæðum nýrrar reglugerðar um þjónustuaðila brunavarna. Markmiðið með reglugerðinni er að tryggja að þjónusta vegna brunavarna sé af viðunandi gæðum og með þeim hætti að brunavarnir séu að fullu virkar á hverjum tíma. Sívaxandi fjöldi mannvirkja er búinn ýmiskonar búnaði sem er ætlað að tryggja öryggi í mannvirkinu bæði fyrir líf og eignir.

Samkvæmt reglugerðinni skulu allir, jafnt fyrirtæki sem einstaklingar, sem bjóða þjónustu vegna brunavarna hafa gilt starfsleyfi útgefið af Mannvirkjastofnun. Undir þetta ákvæði fellur öll þjónusta við uppsetningu og viðhald brunaviðvörunarkerfa. Þeir starfsmenn sem þjónusta brunaviðvörunarkerfi hafa lokið sérnámskeiði sem Mannvirkjastofnun metur gilt. Námskeið Rafiðnaðarskólans um sjálfvirk brunaviðvörunarkerfi er samþykkt sem slíkt sérnámskeið. Ábyrgðarmaður skal vera rafvirkjameistari eða með sambærilega menntun.

Umsóknarblöð fyrir starfsleyfi er að finna á heimasíðu Mannvirkjastofnunar http://www.mvs.is/ og þar má einnig sjá reglugerðina sem er nr. 1067/2011 í heild sinni".

Samtök rafverktaka taka undir megin tilgang reglugerðarinnar sem er að tryggja að þjónusta vegna brunavarna sé af viðunandi gæðum og með þeim hætti að brunavarnir séu að fullu virkar á hverjum tíma. Það vekur hins vegar furðu að hvorki Samtök rafverktaka né Samtök iðnaðarins fengu reglugerðina til umsagnar og samtökin gera verulegar athugasemdir við viss ákvæði hennar. Skal þar sérstaklega nefnd 9. greinin þar sem gerð er krafa til rafverktaka um að þeir fái uppáskrift framleiðanda eða söluaðila um að þeir séu hæfir til að þjónusta búnaðinn, sem er algjörlega ómálefnalegt og samkeppnis-hamlandi ákvæði sem ekki verður við unað.

Samtökin munu óska eftir viðræðum við stjórnvöld um breytingar á reglugerðinni og hvetja rafverktaka til að senda SART athugasemdir sínar við reglugerðina á netfangið asbjorn@si.is 

ĮRJ 


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré