Beint á leiđarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

4.1.2012

Nýtt ár markar tímamót hjá SART

Um áramótin hófst nýr kafli í rúmlega 60 ára sögu Samtaka rafverktaka, en þá gengu samtökin í Samtök iðnaðarins. Við inngöngu í SI er SART ekki lengur beinn aðili að Samtökum atvinnulífsins heldur munum við tengjast þeim í gegnum SI. Það fyrsta sem félagsmenn SART verða varir við er að skrifstofu SART verður lokað, Anna María mun hætta störfum og Ásbjörn verður starfsmaður SI. Hann mun nú sem fyrr annast störf fyrir félagsmenn SART auk þess að taka þátt í starfi fyrir önnur félög tengd byggingariðnaði.

Aðstæður á byggingarmarkaði gera þörfina fyrir öflug heildasamtök enn brýnni en áður. Íslensk fyrirtæki þurfa að takast á við sífellt örari breytingar á starfsumhverfi sínu og þörfin fyrir traustan bakhjarl er því brýn. Því er það stór áfangi að nær öll meistarafélög sem tengjast byggingariðnaði eru gengin til liðs við SI og við það hefur félagsmönnum SI fjölgað úr rúmlega 900 í um 1400. Sett hefur verið á stofn svokölluð „MEISTARADEILD" þar er verkefnið að gæta hagsmuna iðnmeistara og fyrirtækja þeirra.

SART- Samtök rafverktaka verða  áfram til og undir merkjum SART höldum við ótrauðir áfram. Það er staðföst trú mín að í nýju umhverfi fái félagsmenn meiri þjónustu fyrir minni tilkostnað.  Stjórn SART óskar félagsmönnum velfarnaðar með ósk um að nýju ári fylgi aukin verkefni og batnandi hagur.

Jens Pétur Jóhannsson, formaður SART   

Samstarfsađilar

Smelltu á mynd til ađ fara á vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Ákvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóđin ţín:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborđ

Minna letur Stćrra letur Veftré