Beint á leiđarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

12.9.2011

Loftnetsmóttaka á RÚV - ódýrasti valkosturinn

Að undanförnu hefur nokkuð verið fjallað í fjölmiðlum um sjónvarpsmóttöku í Reykjavík og þá sérstaklega móttöku á ríkissjónvarpinu RÚV. Fyrir tveimur árum voru afnotagjöldum RÚV breytt í nefskatt sem allir íslendingar verða að greiða, sem orðnir eru 16 ára gamlir. Árgjaldið á einstakling er um 17.200 kr, sem er greiðsla fyrir Sjónvarpið og hljóðvarpsrásirnar Rás-1 og Rás-2 sem allt eru opnar rásir.

Ljósnetið
Tilefni þessarar greinar er að á undarförnum misserum hefur fjarskiptafyrirtækið Síminn boðið sjónvarpsnotendum að tengjast sjónvarpskerfi þeirra sem þeir kalla Ljósnet. Um Ljósnetið getur notandinn móttekið fjölda sjónvarpsrása bæði innlendra og erlendra. Þetta er góður kostur fyrir þá sem vilja hafa aðgang að fjölda sjónvarpsrása en ekki fjárhagslega hagstæður kostur fyrir þá sem einungis eru að sækjast eftir móttöku á RÚV. 

RÚV ekki lengur frítt
Til að sjónvarpsnotandinn geti nálgast RÚV um Ljósnetið þarf hann að fá tengibúnað sem notandinn greiðir 3,650 kr. mánaðargjald fyrir, eða 43.800 kr. á ári. Fram að þeim tíma að Síminn hóf rekstur Ljósnetsins buðu þeir sömu þjónustu um annað dreifikerfi sem þeir kölluðu Breiðband. Þar var móttaka á RÚV frí. En nú hefur rekstri Breiðbandsins verið hætt og í staðinn bjóða þeir Ljósnetið. Heildarkostnaður einstaklings til að móttaka RÚV fer þá úr 17.200 kr/ár í 61.000 kr/ár (17.200 kr + 43.800 kr).

Útvarp og sjónvarp um loftnet
En RÚV áhorfendur eiga val um annan og ódýrari kost, sem er loftnetið. Í áratugi var loftnetið eina flutningsleiðin fyrir sjónvarp. Tækniframfarir hafa ekki síður átt sér stað á sviði loftnetsmóttöku og býðst flestum landsmönnum í dag að móttaka stafrænt merki um loftnet sem hefur sömu mynd- og hljóðgæði og sjónvarpsefni um streng. Enn er því full ástæða til að hafa sjónvarps­loftnet á húsum. Annað sem loftnetið býður upp á er dreifing á FM-hljóðvarpi, en til að ná suðlausri FM-móttöku þurfa flest hágæða hljómflutingstæki að tengjast loftneti. Þetta er atriði sem oft vill gleymast í loftnetsumræðunni. 

Gamla góða loftnetið .....
Án efa eigum við eftir að hafa aðgang að ljósleiðaraneti í flestum húsum framtíðarinnar um allt land, en það er þröngsýni að reikna ekki einnig með loftnetsmóttöku. Loftnetsmóttaka verður áfram ódýrasti valkosturinn. Fyrirtæki innan SART - Samtaka rafverktaka bjóða loftnetsþjónustu, búa yfir mikilli reynslu á þessu sviði og geta veitt ráðgjöf um góðar lausnir. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á vefsíðunni www.sart.is.

Taflan sýnir hvaða stafrænar dagskrár eru í boði með venjulegu sjónvarpsloftneti á höfuðborgarsvæðinu. Enn er einnig hægt að móttaka hliðrænar sendingar frá RÚV og Stöð 2:

1.        RÚV

2.        Stöð 2* 3.        Stöð 2+*
4.        Stöð 2 Bíó* 5.        Stöð 2 Extra* 6.        Stöð 2 Sport*
7.        Stöð 2 Sport 3* 8.        Stöð 2 Sport 4* 9.        Stöð 2 Sport 2*
10.     Stöð 2 Sport 5* 11.     Skjár Einn* 12.     Discovery Channel*
13.     Sky News* 14.     E! Entertainment* 15.     Cartoon Network*
16.     DR1* 17.     ÍNN 18.     Skjár Golf*
19.     Bylgjan 20.     FM957 21.     Létt Bylgjan
22.     X-ið 23.     Kaninn 24.      


*Lokuð rás – Áskriftargreiðslu þarf til móttöku

ÁRJ


Samstarfsađilar

Smelltu á mynd til ađ fara á vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Ákvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóđin ţín:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborđ

Minna letur Stćrra letur Veftré