Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

24.8.2011

Rafverktakar sjį į eftir sķnum bestu mönnum

Velta rafverktaka dróst saman um 5,5,% fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Sá litli bati sem varð á árinu 2010 er þar með genginn til baka. Þessar niðurstöður eru mikil vonbrigði og ekki í takt við væntingar. Fyrirheit stjórnvalda vegna nýgerðra kjarasamninga um að blása lífi í verklegar framkvæmdir eru að engu orðin rétt eins og stöðugleikasáttmálinn á sínum tíma.

Innantómt hjal
Launahækkanir kjarasamninganna tendra verðbólgubálið og Seðlabankinn hækkar vexti, vænleg framtíðarsýn eða hitt þó heldur. Stjórnvöld berja sér á brjóst og stæra sig af árangri sem hvergi er til nema í þeirra hugarheimi.  Upphrópanir um aukið starfsnám og eflingu iðngreina er innantómt hjal, nema að menn ætli sér að mennta hér fólk fyrir Skandinavíu og Evrópusambandið.

Bestu mennirnir að fara.
Rafverktakar hafa margir lagt mikið undir til að halda í sína bestu menn og fyrirtækin hafa gengið á eigið fé í þeirri von að úr rættist. Nú er svo komið að ekki verður lengur í haldið og því hverfur færnin og þekkingin á braut. Margir fara til Noregs, bestu rafvirkjarnir fyrst, rafverktakar kveðja þá með trega. Margra ára uppbygging á tækni og þekkingu er í hættu.

Er hægt að bjarga málunum með hlutabótum?
Ķ viðtali við Árna Pál Árnason ráðherra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þann 21. júlí sl. þar sem fjallað var um atvinnuleysisbætur kom fram að hlutabótakerfið geri það að verkum að fyrirtæki þurfi ekki að segja fólki upp í þeim mæli sem annars væri. Fyrirtæki geti haldið fólki í vinnu í skertu starfshlutfalli og fái bætur á móti frá ríkinu. Tekið var dæmi um fyrirtæki sem væri með 50% af sínu starfsfólki í 60% vinnu. Rafverktakar velta því fyrir sér hvort þessi lausn ráðherrans sé virkilega leiðin út úr kreppunni ?

Hefur hlutabótakerfið áhrif á samkeppni ?
Er fyrirtæki A sem er með allt sitt fólk í fullu starfi samkeppnishæft við fyrirtæki B sem er með 50% starfsfólks í 60% starfi. Helmingur starfsfólksins fær 40% launa sinna frá ríkinu, (ríkis-niðurgreiddir rafvirkjar svo dæmi sé tekið). Menn velta fyrir sér hvort Samkeppniseftirlitið sé búið að átta sig á þessu. Liggur ekki beinast við að elta þessi fyrirtæki uppi, sekta þau ríkulega fyrir samkeppnisbrot og safna þannig aurum í ríkiskassann, það mætti t.d. nota aurana til að greiða atvinnuleysisbætur, nema hvað?

ĮRJ


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré