Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

9.8.2011

Ertu ķ stuši ?

Įkveðið hefur verið að hafa raunfærnimat í rafiðngreinum nú á haustmánuðum 2011.
"Ertu í stuði?" gengur út á að ná til einstaklinga sem hafa af einhverjum ástæðum ekki lokið skólanámi í rafiðngrein, greina stöðu þeirra, meta færni þeirra og kunnáttu sem þeir hafa aflað sér utan skólakerfisins og gefa þeim kost á að ljúka því iðnnámi sem þeir hófu á sínum tíma.

"Ertu í stuði?" er verkefni þar sem gengið er út frá að eðlilegt sé að meta þá færni sem er til staðar, óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Þátttakendur þurfa að hafa lokið námi í grunndeild rafiðna og hafa starfað í að minnsta kosti 5 ár í faginu.

Nú þegar hafa yfir 120 þátttakendur lokið raunfærnimati og 45 af þeim hafa lokið sveinsprófi í rafvirkjun eða rafeindavirkjun. Þátttakendur hafa almennt verið mjög ánægðir með að hafa fengið þetta tækifæri til að fá það sem þeir hafa lært í vinnu metið og á þann hátt sloppið við að sitja kennslustundir í því sem þeir hafa verið búnir að læra í vinnunni.

Fyrir marga þeirra hefur þátttaka í raunfærnimatinu verið stökkpallur í að klára það nám sem þeir eitt sinn hófu, en af einhverjum ástæðum hættu í, vegna  mikillar vinnu, þrýstingi frá vinnuveitanda, stofnun fjölskyldu eða erfiðleika með nám í almennum greinum, svo sem íslensku, dönsku eða ensku, m.a. vegna lestrar örðugleika. Meðal starfsaldur þátttakenda hefur verið um 10 ár og þeir hafa verið á aldrinum 25 til 58 ára.

Nú þegar það er slaki á vinnumarkaðinum er upplagt fyrir menn sem hafa unnið í rafiðngreinum í mörg ár en ekki klárað sitt nám að fá stöðu sína metna og bæta síðan við það sem eftir er til að fara í sveinspróf í sínu fagi.

Verkefnið hefur verið styrkt af Menntamálaráðuneytinu og er þátttakendum að kostnaðar-lausu að öðru leiti en því að þeir þurfa ef til vill að fá frí í vinnu til að mæta á nokkra fundi og síðan að hafa ómældan áhuga á að taka þátt í raunfærnimatsverkefninu og verja tíma í undirbúning fyrir matsviðtölin. Að loknu mati geta þátttakendur lokið því skólanámi sem eftir er og farið í sveinspróf.

Veist þú um einhvern sem gæti klárað sitt nám ? 
"Ertu í stuði?"
er á engan hátt tilslökun á þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt námskrá og markmiðið er að þeir sem taka þátt í því ljúki venjulegu sveinsprófi. Ef þú telur að einhver vinnufélagi eða að þú veist um einstakling sem gæti nýtt sér að taka þátt í þessu verkefni þá endilega láttu hann vita eða sendu okkur línu þannig að við getum haft samband við hann.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins:  http://www.fsraf.is/
Skráning áhugasamra og nánari upplýsingar eru í síma 580-5252,.
Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið iaj@rafis.is

Ertu í stuði?
Raunfærnimat í rafiðngreinum.
Kynningarfundur verður haldin  mánudaginn  22. ágúst 2011 kl. 17
ķ Rafiðnaðarskólanum Stórhöfða 27 jarðhæð (Gengið inn Grafarvogs megin)

Ķsleifur Árni Jakobsson


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré