Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

5.7.2011

Rafsegulssvišs-mengun og flökkustraumar

Umræða um áhrif rafsegulsviðsmengunar á heilsu fólks hefur farið vaxandi. Því er jafnvel haldið fram að fari rafsegulsviðsmengun upp fyrir tiltekin mörk aukist líkur á sjúkdómum, þótt ekki hafi tekist að sanna slíkar fullyrðingar.

Į s.l. árum hafa flökkustraumar jafnframt vakið aukna athygli, þar sem þeir streyma um hita- og neysluvatnskerfi húsa og mannvirkja. Žegar ójafnt álag verður í einstökum raflögnum eykst rafsegulsviðið umhverfis leiðarann. Hluti straumsins leitar sér nýrra leiða t.d. um vatnslagnakerfi og sökkulskaut og kallast þá flökkustraumur.

Rafsegulsviðsmengun verður m.a. til þegar ójafnt álag verður í heimtauginni frá rafveitunni. 
Ķ núlluðu rafkerfi rafveitu ( TN kerfum ) þar sem núllað er í aðal-rafmagnstöflu og/eða greinitöflum, hefur verið vandamál að einungis hluti straumsins frá rafveitu í fasataug skilar sér til baka rétta leið um núlltaug heimtaugar (30%). Sá hluti straumsins, allt að 70%, sem ekki skilar sér um núlltaugina til rafveitunnar fer um jarðtaug hússins og spennujöfnunar-kerfi. Slíkir straumar (flökkustraumar) valda óæskilegum rafsegulsviðsáhrifum í húsum, svo sem tæringu á rörum og erfiðleikum við notkun á mælitækjum og tölvubúnaði.

Hvernig má finna flökkustrauma ?
Ampertöngin er einfaldasta tækið til að mæla út og finna flökkustrauma. Vert er að benda á að það er ekki á allra færi að framkvæma slíka mælingu og því ber að fá fagmann í verkið sem í þessu tilfelli er löggiltur rafverktaki.  

Hvað er til ráða ?
Rafal ehf. hefur sett á markað svokallaðan straumbeini. Straumbeinirinn skerðir ekki gæði núllunar en jafnar álagið á heimtauginni frá rafveitunni og minnkar þar með flökkustrauma og rafsegulsvið. Mannvirkjastofnun hefur látið prófa búnaðinn og þær prófanir sönnuðu að straumbeinir jafnar  álagið á heimtauginni, þannig að við notkun hans verður álagsskekkja hennar innan við 2 % í stað allt að 70%. Við jöfnun álagsins í heimtauginni lækkar segulsviðið í öllum tilfellum og sem dæmi má nefna, að þar sem mæling var gerð minnkaði segulsviðið úr 2,15 µT niður í 0,07 µT.

Į heimasíðunni   http://www.straumbeinir.is     má finna allar nánari upplýsingar.


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré