Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

4.5.2011

Śttekt gerš į raflögnum og rafbśnaši ķ skólum.

Síðastliðin ár hefur rafmagnsöryggissvið Mannvirkjastofnunar (áður Brunamálastofnun) látið skoða raflagnir tæplega tvöhundruð skóla víðsvegar um landið. Markmiðið með skoðununum var að fá sem gleggsta mynd af ástandi raflagna og rafbúnaðar í skólum og koma ábendingum á framfæri við eigendur og umráðamenn þeirra um það sem betur má fara. Þessi úttekt á raflögnum í skólum er liður í viðleitni Mannvirkjastofnunar til að átta sig á almennu ástandi raflagna í mismunandi gerðum bygginga.
 
Śttektin, sem tekur til stærstu sem smæstu þátta varðandi rafmagnstöflur, raflagnir og rafbúnað, leiðir í ljós að raflögnum og rafbúnaði í skólum er í mörgum tilfellum ábótavant.
Athygli vekur að gerðar voru athugasemdir við merkingu búnaðar í rafmagnstöflum í meginþorra þeirra skóla sem skoðaðir voru, eða í 85 % tilvika. Þá voru gerðar athugasemdir við frágang tengla í 70 % tilvika og töfluskápa í 65 % tilvika.

Gamall og bilaður rafbúnaður og aðgæsluleysi fólks eru meðal helstu orsaka rafmagnsbruna og því er afar mikilvægt að rafbúnaður í skólum sé ávallt valinn með tilliti til staðsetningar og notkunar. Úr sumum ágöllum má bæta með betri umgengni en flestar athugasemdirnar kalla á fagþekkingu. Eigendur og umráðamenn skóla bera ábyrgð á ástandi þess rafbúnaður sem þar er notaður. Því er brýnt að löggiltur rafverktaki yfirfari raflagnir og rafbúnað í skólum svo að öryggi emenda og starfsfólks sé tryggt.  

Skýrsluna má nálgast hér að neðan en nánari upplýsingar veita Örn Sölvi Halldórsson og Jóhann Ólafsson hjá Mannvirkjastofnun í síma 591 6000.

http://www.brunamal.is/brunamalastofnun/upload/files/rafmagnsoryggissvid/fraedsla/mannvstofnun_skyrsla_2011-skja.pdf

Fréttatilkynning frá Mannvirkjastofnun
rafmagnsöryggissvið


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré