Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

15.2.2011

Vinnustašaskķrteini, staša mįla.

Margir eru að velta fyrir sér stöðu mála varðandi vinnustaðaskírteinin, hvort reglurnar hafi að fullu tekið gildi og hvort viðurlögum sé beitt.

Skylda atvinnurekanda til útgáfu vinnustaðaskírteina skv. lögum nr. 42/2010:
Atvinnurekandi skal sjá til þess að hann sjálfur og starfsmenn hans, hvort sem starfsmennirnir eru ráðnir beint til atvinnurekanda á grundvelli ráðningarsamnings eða koma til starfa með milligöngu starfsmannaleigu, fái vinnustaðaskírteini er þeir hefja störf.  Skal atvinnurekandi og starfsmenn  hans bera vinnustaðaskírteinin á sér við störf sín.

Ef atvinnurekandi eða starfsmenn hans bera ekki vinnustaðaskírteini á sér við störf sín á hans vegum á vinnustað geta eftirlitsfulltrúarnir tilkynnt um það til Vinnumálastofnunar. Vinnumálastofnun getur krafist þess að atvinnurekandi bæti úr annmörkunum innan hæfilegs frests að viðlögðum dagsektum. Sé um ítrekað brot atvinnurekanda að ræða getur Vinnumálastofnun krafist þess að atvinnurekandi bæti úr annmörkum innan sólarhrings.

Dagsektir geta numið allt að 100.000 krónum hvern dag. Við ákvörðun fjárhæðar dagsekta skal meðal annars líta til fjölda starfsmanna atvinnurekanda og hversu umsvifamikill viðkomandi atvinnurekstur er.

ĮRJ


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré