Fréttir
8.2.2011
Ríkiskaup á morgunverðarfundi
Á morgunverðarfundi fimmtudaginn 10. febrúar nk. munu fulltrúar frá Ríkiskaupum mæta í kaffispjall. Auk þess að kynna starfsemi stofnunarinnar munu þeir m.a. ræða um viðhalds-verkefni ríkisins á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu og reynsluna af útboði á þjónustu verktaka í iðnaði. Þeir sem mæta frá Ríkiskaupum eru Júlíus S. Ólafsson forstjóri, Guðmundur I. Guðmundsson yfirlögfræðingur og Gísli Þór Gíslason verkefnastjóri. Að venju verður boðið uppá kaffi og bakkelsi úr bakaríinu.
Morgunverðarfundur SART
Dagur: fimmtudaginn 10. febrúar nk.
Stund: 08:45 - 10:00
Staður: Borgartún 35, 6. hæð
Samstarfsaðilar
Smelltu á mynd til að fara á vef