Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

15.9.2010

Ekki henda gamla NMT sķmanum.

Į Samgöngusafninu á Skógum undir Eyjafjöllum hefur verið komið upp miklu safni fjarskiptatækja. Nú á að setja upp sérstakan bás með NMT kerfinu í heild sinni. Þar verða allar kynslóðir NMT sendanna og síðan er áhugi á að ná öllum tegundum símtækja sem hafa verið í notkun þennan tíma frá 1986, eða í 24 ár.

Žegar sýningarbásinn verður fullsmíðaður verða samtöl sem átt hafa sér stað í kerfinu spiluð í tækjunum. Heyra má þá skemmtileg samtöl manna og hvernig tóngæðin voru. Fróðlegt verður að bera það saman við það sem menn þekkja í dag úr GSM kerfinu. Svona hlutir gleymast ótrúlega fljótt.

Rétt er að geta þess að öll samtölin verða spiluð með samþykki viðkomandi einstaklinga og innihalda ekki efni sem er persónulegt. Aðeins er um að ræða skemmtilegt spjall og stuttar setningar til að minna menn á hvernig þetta hljómaði í símtækjunum.

Okkur vantar enn inn sjaldgæfari tegundir símtækjanna. Ef þú veist um gott eintak láttu okkur vita. Siggi Harðar S. 892-5900.

Einnig tekur safnið á Skógum við tækjunum S. 487-8845

Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré