Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

8.9.2016

Hver vill bera meistaraįbyrgš į verkum huldumanna ?

Žegar byggingariðnaðurinn stöðvaðist í hruninu árið 2008 fóru mörg byggingarfyrirtæki í þrot, fjármálastofnanir yfirtóku framkvæmdirnar og síðan þá hafa þessar fasteignir verið seldar á ýmsum byggingarstigum. Svo virðist sem nýjum eigendum séu oft á tíðum afhentar eignirnar án þess að upplýst sé um að rafverktakinn sem skráður er á verkið beri meistaraábyrgð á raflögninni og því engum öðrum heimilt að hefja vinnu við hana án þess að meistaraskipti hafi farið fram. Rafverktakar vakna því margir hverjir upp við þann vonda draum að flutt er inn í húsin fullkláruð þar sem einhverjir aðrir hafa unnið verk sem þeir bera ábyrgð á.

Samtök rafverktaka hvetja félagsmenn sína til aðgerða þegar mál af þessu tagi koma upp. Það er óþolandi og stórhættulegt að sitja uppi með ábyrgð á verkum ókunnra manna. Leggja þarf vinnu í að leita uppi öll þau hús og eignir þar sem hinir ýmsu „huldumenn" hafa komið að verki. Það þarf að tilkynna Mannvirkjastofnun skriflega afsögn sína af þessum eignum og afsala sér þar með allri faglegri ábyrgð skv. lögum um rafmagnsöryggi. Sama þarf að gera samkvæmt byggingarreglugerð, gagnvart viðkomandi byggingarfulltrúa þannig að meistaraábyrgðin sem nær langt út fyrir gröf og dauða, hangi ekki yfir mönnum eins og vofa.

Žað sama á við um flestar aðrar iðngreinar sem tengjast byggingariðnaðinum svo að ekki sé talað um byggingarstjórana sem m.a. bera ábyrgð á að löggiltir iðnmeistararar séu skráðir á alla verkþætti. Þá er vert að benda húseigendum á að erfitt getur reynst að fá lögbundnar úttektir á bygginguna ef málin eru ekki á hreinu varðandi iðnmeistarana og byggingarstjórann og getur slíkt ástand leitt til óþæginda og aukins kostnaðar.

Ķbúðalánasjóður, viðskiptabankar og fasteignafélög eiga fasteignir víða um land, bæði íbúða- og atvinnuhúsnæði. Gera má ráð fyrir að stór hluti þeirra fasteigna sé á byggingarstigi og í sumum tilfellum þurfi að framkvæma eitt og annað við eignina áður en hún er seld aftur. Það ætti því að vera hluti af verklagi þessara stofnana að tilkynna viðkomandi iðnmeisturum um stöðu mála.

Žá má að lokum spyrja um hlutverk fasteignasala í málum sem þessum. Ætti það ekki að vera í þeirra verkahring að ganga úr skugga um að hlutir er varða ábyrgð iðnmeistara og  byggingarstjóra séu á hreinu áður en gengið er frá kaupum og sölu á fasteign ?

ĮRJ


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré