Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

27.8.2010

Vinnustašaskķrteini

Žann 15. ágúst sl. tók gildi samkomulag SA og ASÍ um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Samkomulagið byggir á lögum nr. 42/2010 um sama efni  sem veita heildarsamtökum vinnumarkaðarins heimild til að semja um  hvaða starfsgreinar falli undir gildissvið laganna hverju sinni. Öllum atvinnurekendum í hlutaðeigandi greinum ber að sjá til þess að starfsmenn fái vinnustaðaskírteini þegar þeir hefja störf.

Hverjir falla undir?
Byggingastarfsemi, mannvirkjagerð, rekstur gististaða og veitingarekstur  fellur undir gildissvið samkomulagsins og er miðað við ÍSAT2008 flokkun atvinnurekanda í fyrirtækjaskrá RSK. Samkomulag SA og ASÍ afmarkar einnig hvaða starfsmenn innan þessara atvinnugreina falla undir eftirlitið.

Eftirlit á vinnustöðum
Markmið vinnustaðaskírteina og eftirlits á vinnustöðum er að tryggja að atvinnurekendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum. Samráðsnefnd SA og ASÍ hefur  veitt sérstökum eftirlitsfulltrúum heimild til að annast eftirlit og hafa þeir rétt skv. l. nr. 42/2010 til aðgangs að vinnustöðum og heimild til að krefja atvinnurekanda og launamenn hans um að sýna vinnustaðaskírteini. Skulu þeir skrá niður upplýsingar og senda áfram til opinberra aðila s.s. RSK og Vinnumálastofnunar.

Gerð vinnustaðaskírteina
Atvinnurekandi skal útbúa eða láta útbúa kort sem hefur að geyma upplýsingar sem tilgreindar eru í lögum og samkomulagi SA og ASÍ. Nálgast má dæmi um skírteini á http://www.skirteini.is/ en einnig upplýsingar um aðila sem bjóða upp á prentun plastkorta.

Óskað hefur verið eftir að SART vinni að sameiginlegri lausn fyrir félagsmenn og er það mál í skoðun. 

ĮRJ


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré