Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

19.9.2011

Žjónusta Orkuveitunnar į almennum markaši ?

Į vef Orkuveitu Reykjavíkur þar sem fyrirtækið kynnir vöruframboð sitt má finna eftirfarandi upplýsingar: "Orkuveitan hefur áratugareynslu af uppsetningu og viðhaldi útiljósa og því er tilvalið að bjóða þessa þjónustu á almennum markaði. Í raun er boðið upp á tvær leiðir, annars vegar hönnun og uppsetningu og hins vegar eftirlit og viðhald. Þessir kostir henta vel fyrirtækjum sem vilja snyrtilegt og vel upplýst umhverfi fyrir viðskiptavini sína og starfsmenn án nokkurs umstangs vegna eftirlits og viðhalds."

Framangreindar upplýsingar vekja upp spurningu um með hvaða hætti Orkuveitan framkvæmir þjónustuna. Í flestum tilfellum má gera ráð fyrir að orkan sé sótt í tengikassa og þar með sé verkið hluti af öryggisstjórnunarkerfi Orkuveitunnar. Hins vegar hefur það gerst að Orkuveitan sækir orkuna inn í aðaltöflu viðkomandi fyritækis/stofnunar og er þá að mati SART komin inn í neysluveitu sem er á ábyrgð viðkomandi rafverktaka og heyrir þá undir öryggisstjórnunarkerfi hans.

SART leitaði til Rafmagnsöryggissviðs Mannvirkjastofnunar um úrskurð í þessu máli þannig að ljóst megi vera hvar ábyrgðin liggur og hvort Orkuveitan sé með þessum hætti komin út fyrir verksvið sitt. Svar Mannvirkjastofnunar var eftirfarandi:

" Rafmagnsöryggissviðið lítur svo á að vinna við raflagnir á almennum markaði fyrir einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir o.s.frv. skuli unnin á ábyrgð löggilts rafverktaka. Vinna við raflagnir í eigu rafveitu, þ.m.t. neysluveitur í eigu rafveitu getur verið á ábyrgð ábyrgðarmanns viðkomandi rafveitu enda sé slíkt skilgreint í öryggisstjórnunarkerfi rafveitunnar. Með orðalaginu "í eigu rafveitu" getur einnig verið átt við raflagnir sem skv. samningi er á ábyrgð rafveitu þó þær séu í eigu annars aðila. Raforkufæðing slíkra raflagna verður þá að jafnaði að koma frá dreifistöð eða tengikassa rafveitunnar og vera þannig hluti af raforkukerfi hennar eða frá neysluveitu í eigu rafveitunnar. Rafmagnsöryggissvið Mannvirkjastofnunar lítur svo á að vinna við raflagnir sem ekki eru í eigu eða á ábyrgð rafveitu, s.s. tengingar við rafkerfi almennra neysluveitna skuli vera á ábyrgð löggilts rafverktaka."

ĮRJ


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré