Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

18.3.2010

Sveinspróf ķ rafvirkjun ķ febrśar 2010

Sveinspróf í rafvirkjun voru haldin í febrúar 2010. Prófin fóru fram í Rafinaðarskólanum, Verkmenntaskólanum á Akureyri og í húsnæði að Stórhöfða 31, Reykjavík. Útkoma úr febrúarprófunum 2010 er svipuð og undanfarin ár. Af 64 próftökum stóðust 47 prófið eða 73%. Ef árangur eftir námsleiðum er skoðaður, kemur í ljós að endurtöku-próftakar eru 18 og af þeim ná aðeins 13, sem verður að teljast slakur árangur.

Įrangur einstakra prófþátta er betri en oft áður, en það er rafmagnsfræðin og hönnun stýringa, ásamt verklegum mælingum sem eru í hærri kantinum hvað fall varðar. Meðaltal einkunna í einstökum prófþáttum er frá 6,3 til 6,8. Hæsta einkuninn er í rafmagnsfræði og stýringum 9,8 og lægst í verklegum  mælingum 1,6. Í desember 2009 þreyttu 43 próftakar sveinspróf í raflagnateikningu í fjórum iðn- og verkmenntaskólum og stóðust 40 prófið. Þetta var gert í kjölfarið á ákvörðun sveinsprófsnefndar í samráði við Menntamálaráðuneytið og fagkennara í rafiðngreinum um það að færa hluta sveinsprófana inn í skólana. Þessi tilraun tókst með ágætum og er stefnt að því að halda næsta próf í maí 2010. Reiknað er með því að færa raflagnateikniprófið alfarið inn í skólana.

Sveinsprófsnefnd ber eftir sem áður ábyrgð á prófunum og leggur þau fyrir. Prófagerð og yfirferð verður hjá sveinsprófsnefnd. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari færslu á öðrum prófþáttum inn í skólana. Lög og reglur opinbera aðila kveða á um það að próftakar þurfi 5 í einkunn til að standast sveinspróf í rafvirkjun. Það jafngildir því að krafist sé 50% þekkingar á því efni sem prófnefndin leggur fyrir. Ef prófið sem prófnefndin leggur fyrir er hugsað sem einskonar þversnið af faginu, þá þurfa próftakar helmings þekkingu á faginu til að öðlast atvinnuréttindi í viðkomandi grein. Á einhverjum tímapunkti mætti hugleiða það að hækka þessi viðmið í áföngum, gera meiri kröfur til þekkingar. Til dæmis mætti hugsa sér það að hækka kröfur þekkingar í 60% í fyrsta áfanga og síðan í 70%. Slík breyting gæti komið faginu vel til lengri tíma. Þetta er sett hér fram til hugleiðingar fyrir alla þá aðila sem hafa áhuga á þessum málum.

Sigurður Sigurðsson,
formaður sveinsprófsnefndar rafiðna, sterkstraums.


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré