Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

6.3.2010

Įlyktun ašalfundar SART

Aðalfundur SART- Samtaka rafverktaka haldinn á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn  5. mars 2010,  ítrekar og mótmælir harðlega aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart heimilum og fyrirtækjum í landinu. Þá lýsir fundurinn vanþóknun sinni á framgöngu þeirra ráðherra og alþingismanna sem virðast hafa sett sér það eina markmið að setja fótinn fyrir fjárfestingar í virkjunum og stóriðju og hindra þannig framgang verklegra framkvæmda sem þjóðin kallar eftir. Aðalfundur SART skorar á þingmenn allra flokka að sameinast nú um heildarhagsmuni þjóðarinnar og láta verkin tala.

Žá lýsir fundurinn vanþóknun sinni yfir þeirri framgöngu stjórnvalda sem virðist vera orðin venja fremur en undantekning, að ríkið hirði til sín fjármuni sem sannanlega eru innheimtir og ætlaðir til ákveðinna málaflokka. Má þar sem dæmi nefna verkefni á fyrrum varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli þar sem sala og leiga eigna átti að fara í uppbyggingu á svæðinu, m.a. til endurnýjunar raflagna, til að fullnægja bráðabirgðalögum sem falla úr gildi þann 1. október 2010. 

Rafverktakar minna á, að á fundum sem haldnir voru í júní á síðasta ári í tengslum við hinn margumtalaða stöðugleikasáttmála kom fram hjá fulltrúa fjármálaráðuneytis að ekkert stæði í vegi fyrir því að hefja framkvæmdir á svæðinu. Síðan þá hefur ekkert gerst, sem er lýsandi dæmi um aðgerðarleysi stjórnvalda á sama tíma sem atvinnuleysi er hvað mest á Suðurnesjum.   


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré