Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

16.2.2010

Heišursišnašarmašur įrsins 2009

Björgvin Tómasson orgelsmiður hlaut viðurkenninguna heiðursiðnaðarmaður ársins 2009 á árlegri nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík þann 6. febrúar sl. Markmið hátíðarinnar er að efla virðingu fyrir störfum iðnaðar- og handverksmanna. Björgvin er löngu þekktur af verkum sínum. Hann hefur smíðað orgel fyrir kirkjur og félög víða um land. Smíðum hans hafa menn gefið nafnið listasmíð sem hann hefur hlotið einróma lof fyrir.

Auk Björgvins voru þrír aðrir iðnmeistarar tilnefndir, sem hafa með verkum sínum vakið athygli fyrir vönduð vinnubrögð og nýjungar sem aukið hafa hróður þeirra fyrir fagmennsku, dugnað alúð og útsjónarsemi við kennslu í iðngrein sinni, en þeir voru: Gilbert Guðjónsson úrsmiður, Örn Sigurðsson húsgagnasmíða- og útskurðarmeistari og Helgi Rafnsson rafvirkjameistari.

Ķ umsögn um störf Helga Rafnssonar kom meðal annars fram eftirfarandi:  Við brottför varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli lagðist af starfsemi margra íslenskra fyrirtækja sem þjónuðu starfsemi Keflavíkurflugvallar. Helgi ásamt félögum sínum Grétari Magnússyni og Vilhjálmi Vilhjálmssyni hófu sjálfstæðan atvinnurekstur með áherslu á notkun gæðakerfa til að tryggja góð verkskil og hafa á stuttum tíma byggt upp traust fyrirtæki sem sinnir þjónustu á mjög víðu sviði innan fagsins.

Žá ber þess að geta að af þeim nítján verðlaunum sem afhent voru nýsveinum á hátíðinni voru níu rafiðnaðarmenn. SART óskar öllum þessum afburða góðu iðnaðarmönnum til hamingju með árangurinn.

Heimild: Íslenskur iðnaður og vefur RSÍ.

Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré