Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

2.2.2010

Rķkiš stendur ekki viš lagalegar skuldbindingar sķnar

Brunamálastofnun hefur vakið athygli eigenda húsnæðis á fyrrum varnarsvæði á Kefla-víkurflugvelli á því að bráðabirgðalög þau sem sett voru og heimiluðu notkun raflagna og raffanga samkvæmt amerískum stöðlum á svæðinu, renna út þann 1. október n.k. Eftir það verða öll raftæki og raflagnir í byggingum að vera í samræmi við íslenskar reglur. HS veitur hafa á undanförnum misserum lagt nýtt rafdreifikerfi á svæðinu og er því ætlað að leysa af hólmi eldra dreifikerfi sem er samkvæmt amerískum reglum. Það stendur ekki til að reka  tvöfalt dreifikerfi á svæðinu eftir að lögin falla úr gildi. 

Tilbúnir í útboð síðan í haust
Við setningu laganna í október 2007 lagði KADECO - Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. fram áætlun um breytingar á raflögnum og rafdreifikerfi alls svæðisins til samræmis við íslenskar reglur og á þeim að vera að fullu lokið í september 2010. KADECO og Háskóla-vellir hafa forræði yfir stórum hluta húsnæðis á svæðinu og báðir aðilar hafa síðan í haust verið tilbúnir til þess að bjóða út þessi verkefni, sem kæmi sér vel fyrir atvinnulíf á Suður-nesjum. Kosturinn við rafmagns framkvæmdir á svæðinu er ekki síst sá, að hægt er að bjóða verkin út í minni einingum sem skapar fleiri fyrirtækjum verkefni.

Fjármögnun í uppnámi
Ljóst er að fjármögnun framkvæmdanna er í uppnámi. Sala og leiga eigna á svæðinu átti gera Þróunarfélaginu kleift að framkvæma þær breytingar sem nauðsynlegar eru, en þá fjármuni hefur ríkið tekið til annar hluta. Jafnframt hefur nú komið í ljós að Þróunarfélagið hefur ranglega verið látið greiða yfir 80 milljónir króna í skipulagsgjald vegna bygginga sinna á varnarsvæðinu en fær aðeins rúmar 4 milljónir endurgreiddar sem er óskiljanlegt þar sem ríkið situr beggja meginn borðs.

Rafverktakar mótmæla
Į fundi sem rafverktakar á Suðurnesjum héldu nýverið kom fram mikil óánægja með stöðu mála. Rafverktakar minna á, að á fundum sem haldnir voru síðsumars í tengslum við stöðugleikasáttmálann kom fram hjá fulltrúa fjármálaráðuneytis að ekkert stæði í vegi fyrir því að hefja þessar framkvæmdir á svæðinu, en ekkert gerist. Þá mótmæla rafverktakar harðlega þeirri framgöngu ríkisins, sem virðist vera orðin venja frekar en undantekning að hirða til sín fjármuni sem sannanlega eru innheimtir og ætlaðir til ákveðinna verkefna og málaflokka, sem er í þessu tilfelli sem og öðrum.  

ĮRJ

Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré