Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

29.1.2010

Fyrsti samrįšsfundur hagsmunasamtaka atvinnulķfs

Samráðsfundur allra helstu hagsmunasamtaka atvinnulífs var haldinn þann 26. janúar s.l. en til fundarins var boðað af formönnum Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífs.  Auk þeirra tóku þátt fulltrúar Bílgreinasambandsins, Félags íslenskra stórkaupmanna, Landssambands íslenskra útvegsmanna, Samorku, Samtaka ferðaþjónustu, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fiskvinnslustöðva, Samtaka iðnaðar, Samtaka verslunar og þjónustu og SART - samtaka fyrirtækja í rafiðnaði.

Tilefni fundarins var að ræða þær erfiðu aðstæður sem nú eru uppi í íslensku atvinnulíf og samfélaginu í heild, helstu áskoranir mismunandi atvinnugreina, almenna stöðu efnahags-mála og samstarf stjórnvalda og atvinnulífs þessu til úrbóta.  Á fundinum komu fram verulegar áhyggjur af þróun mála síðustu mánuði, almennri stöðnun efnahagslífs og skorti á hagvaxtarhvetjandi úrræðum.  Einnig var lýst sérstökum áhyggjum af skilningsleysi stjórnvalda á þeim vandamálum sem heimili og atvinnulíf glíma við um þessar mundir.

Til að snúa megi vörn í sókn er nauðsynlegt að stuðlað verði að aukinni fjárfestingu og almennri verðmætasköpun með öllum tiltækum ráðum. Þannig má standa vörð um störf í landinu, koma í veg fyrir frekari gjaldþrot fyrirtækja og stuðla að hraðari bata í fjármálum hins opinbera. Á fundinum var lögð áhersla á að ekki mætti við frekari skerðingu á rekstrar-umhverfi fyrirtækja og nauðsyn þess að ríkara samstarf eigi sér stað á milli stjórnvalda og atvinnulífs.

Į næstu mánuðum og misserum munu hagsmunasamtök atvinnulífs samnýta krafta sýna í meira mæli en áður, með það að markmiði að endurreisn efnahagslífs gangi hraðar og skilvirkar fyrir sig og að komið verði í veg fyrir frekari skerðingu á rekstrarumhverfi íslensks atvinnulífs.  Aðeins þannig muni hagvöxtur aukast og atvinnuástand batna.

Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré