Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

21.1.2010

Įstand raflagna ķ leikskólum

Síðastliðin þrjú ár hefur rafmagnsöryggissvið Brunamálastofnunar látið skoða raflagnir á annað hundrað leikskóla víðsvegar um landið. Markmiðið með skoðununum var að fá sem gleggsta mynd af ástandi raflagna og rafbúnaðar í leikskólum og koma ábendingum á framfæri við eigendur og umráðamenn þeirra um það sem betur má fara.

Žessi úttekt á raflögnum í leikskólunum er liður í viðleitni Brunamálastofnunar til að átta sig á almennu ástandi raflagna í mismunandi gerðum bygginga. Úttektin, sem tekur til stærstu sem smæstu þátta varðandi rafmagnstöflur, raflagnir og rafbúnað, leiðir í ljós að raflögnum og rafbúnaði leikskóla er í mörgum tilfellum ábótavant. Athygli vekur að gerðar voru athugasemdir við merkingu búnaðar í rafmagnstöflum í meirihluta þeirra leikskóla sem skoðaðir voru, eða í 58 % tilvika. Þá var gerð athugasemd við frágang tengla í 41 % tilvika og töfluskápa í 38 % tilvika. 

Eigendur og umráðamenn leikskóla bera ábyrgð á ástandi raflagna og rafbúnaðar sem þar er notaður. Bruna-málastofnun hvetur þá því til þess að umgangast allan rafbúnað af varfærni og nota eingöng búnað sem hæfir aðstæðum. Jafnframt hvetur stofnunin til þess að löggiltur rafverktaki sé fenginn til að yfirfara raflagnir og rafbúnað í leikskólum og þannig stuðlað að bættu öryggi barna og fullorðinna.

Sjá skýrsluna í heild.

Heimild: Vefur Brunamálastofnunar
 


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré