Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

22.12.2009

Dżr eru fįtękra manna rįš ......

Ríkið hafnar óskum rafverktaka á útboðsmarkaði, um að komið verði til móts við þá vegna gengishruns íslensku krónunnar. „Þið getið farið með málið fyrir dómstóla ef ykkur sýnist svo", eru skilaboðin úr fjármálaráðuneytinu. „Dýr eru fátækra manna ráð" segir máltækið og það á svo sannarlega við í þessu máli.

Málið snýst að mestu um verkefni sem boðin voru út í aðdraganda hrunsins. Algengt er að efnisþáttur rafverktaka hafi hækkað um 40-60% frá því tilboðið var gert. Ef tekið er tímabilið janúar 2008 til desember 2009 þá hefur byggingarvísitalan hækkað um rúm 30% (þar af er launaliðurinn aðeins 5%) á meðan tollgengi evru hefur hækkað um 95%. Það er öllum ljóst að erfitt getur verið að standa við tilboð við þessar aðstæður. Í sumum tilfellum stendur rafverktakinn frammi fyrir því að þurfa að segja sig af verkinu eða verða gjaldþrota ella.

Ódýrara fyrir alla að finna sanngjarna lausn.
Ef rafverktakinn segir sig frá verkinu verður verkkaupi að semja við nýjan aðila um að yfirtaka verkið og þá væntanlega á verðum sem miðast við gengið í dag. Sama má segja ef rafverktakinn fer í þrot, auk þess sem gjaldþrot eru líka kostnaðarsöm fyrir hið opinbera. Nokkrir verkkaupar aðrir en ríki og sveitafélög hafa séð sér hag í að leita sanngjarnra lausna með sínum verktökum. Þá eru spilin lögð á borðið, menn finna út í sameiningu hver hinn raunverulegi kostnaðarauki er vegna breytinga á gengi og ná samkomlagi um skiptingu hans.

Dómstólaleiðin
Eins og fram hefur komið hafnar ríkið leiðréttingum og vill frekar láta reyna á málaferli með öllum þeim kostnaði sem því fylgir. Í flestum tilfellum eru rafverktakar undirverk-takar og eiga því mikið undir afstöðu aðalverktaka. Undirverktökum er því sem næst ómöglegt að hefja mál gegn ríkinu öðru vísi en að fá aðalverktakann í lið með sér. Því er mjög mikilvægt að samstaða náist meðal verktaka um að láta reyna á mál af þessu tagi fyrir dómstólum.

Skrifa undir verklok með fyrirvara.
Fari nú svo að mönnum takist að ljúka verkum sínum standandi í báðar fætur er ráðlegt við aðstæður þær sem nú eru uppi að skrifa ekki uppá verklok nema með fyrirvara um niðurstöðu dómstóla, þ.e.a.s. fyrirvara um bætur, ef til þeirra muni koma síðar. 

ĮRJ


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré