Fréttir
17.11.2009
Lögleg þjónusta í heimabyggð
Rafverktakar hafa gegnum tíðina veitt fjölbreytta þjónustu, hver í sinni heimabyggð. Hagsæld hvers sveitafélags ræðst ekki síst af því að fyrirtækin hafi verkefni, geti viðhaldið störfum og þar með tekjum til samfélagsins. Nú þegar kreppir að er stjórnvöldum tíðrætt um að ráðast þurfi í mannaflsfrekar framkvæmdir í því skyni að sporna gegn yfirvofandi samdrætti í efnahagslífinu, en í því felst ákveðin þversögn.
Þversögnin felst í því, að á sama tíma er þrengt svo að stofnunum ríkisins að framkvæmdir á þeirra vegum dragast verulega saman, jafnvel svo að það stefnir í algjört stopp. Sama á við um sveitafélögin, bág staða þeirra og glíman við auknar álögur gera það m.a. að verkum að viðhalds-framkvæmdum er slegið á frest og þjónustu-samningum er sagt upp. Þá mun aukin skattbyrði á einstaklinga og fyrirtæki draga svo mjög úr getu þeirra til framkvæmda að lögin um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna nýsmíði og viðhalds á íbúðarhúsnæði og sumarhúsum mun ekki verða sá hvati til framkvæmda sem til var ætlast.
Að velja réttu leiðina og vinna saman
Það ástand sem nú er að skapast í samfélaginu ýtir undir svarta vinnu og ólöglega starfsemi af ýmsum toga. Af þessu hafa rafverktakar áhyggjur og hafa því skrifað öllum sveitastjórnum bréf þar sem minnt er á lög og reglur um rafmagnsöryggi og mikilvægi þess að skipta við lögleg fyrirtæki í heimabyggð. Veljum réttu leiðina og vinnum saman.
ÁRJ
Þversögnin felst í því, að á sama tíma er þrengt svo að stofnunum ríkisins að framkvæmdir á þeirra vegum dragast verulega saman, jafnvel svo að það stefnir í algjört stopp. Sama á við um sveitafélögin, bág staða þeirra og glíman við auknar álögur gera það m.a. að verkum að viðhalds-framkvæmdum er slegið á frest og þjónustu-samningum er sagt upp. Þá mun aukin skattbyrði á einstaklinga og fyrirtæki draga svo mjög úr getu þeirra til framkvæmda að lögin um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna nýsmíði og viðhalds á íbúðarhúsnæði og sumarhúsum mun ekki verða sá hvati til framkvæmda sem til var ætlast.
Að velja réttu leiðina og vinna saman
Það ástand sem nú er að skapast í samfélaginu ýtir undir svarta vinnu og ólöglega starfsemi af ýmsum toga. Af þessu hafa rafverktakar áhyggjur og hafa því skrifað öllum sveitastjórnum bréf þar sem minnt er á lög og reglur um rafmagnsöryggi og mikilvægi þess að skipta við lögleg fyrirtæki í heimabyggð. Veljum réttu leiðina og vinnum saman.
ÁRJ
Samstarfsaðilar
Smelltu á mynd til að fara á vef