Beint į leišarkerfi vefsins
Sart.is

Fréttir

16.11.2009

Öryggistrśnašarmenn og įhęttumat starfa

Virkt vinnuverndarstarf í fyrirtækjum er hornsteinn forvarna gegn vinnuslysum og atvinnutengdum sjúkdómum. Það stuðlar einnig að vellíðan í vinnu og bættum hag fyrirtækjanna.

Samkvæmt reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum ber atvinnurekanda að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem á að marka stefnu varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustaðnum. Öryggisverðir og öryggistrúnaðarmenn taka þátt í gerð áætlunarinnar og fylgjast með því hvernig henni er framfylgt. Í því felst þátttaka í gerð áhættumats og áætlunar um heilsuvernd og forvarnir.

Öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir eiga að vera í öllum fyrirtækjum þar sem vinna 10 manns eða fleiri en fjöldi þeirra fer eftir starfsmannafjölda fyrirtækis sem hér segir:

1-9 starfsmenn:
Ķ litlum fyrirtækjum þarf ekki að kjósa sérstakan aðila til að sinna vinnuverndarmálum heldur skulu atvinnrekandi og verkstjóri hans stuðla að góðum aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustað í nánu samstarfi við starfsmenn fyrirtækisins og félagslegan trúnaðarmann þeirra.

10-49 starfsmenn:
Žegar starfsmenn eru 10-49 þurfa sérstakir aðilar að sinna vinnuverndarmálum. Atvinnurekanda er skylt, ef hann er ekki öryggisvörður sjálfur, að tilnefna úr hópi stjórnenda fulltrúa sinn sem öryggisvörð. Þá skulu starfsmenn kjósa öryggistrúnaðarmann úr sínum hópi.

50 starfsmenn og fleiri:
Ķ stórum fyrirtækjum skal atvinnurekandi tilnefna tvo öryggisverði og starfsmenn kjósa úr sínum hópi tvo öryggistrúnaðarmenn. Þá kallast hópurinn öryggisnenfnd.

Krafa um áhættumat í útboðsgögnum.
Rétt er að geta þess að krafa um áhættumat, sem er skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, er orðin algeng krafa í útboðum. Fyrirtækjum er þá ekki heimilt að taka þátt í útboðinu og leggja inn tilboð,  nema að uppylltar séu kröfur varðandi áhættumatið.  

Nánari upplýsingar um öryggistrúnaðarmenn og áhættumat starfa
má finna á vef Vinnueftirlitsins:    http://www.vinnueftirlit.is/

ĮRJ.


Samstarfsašilar

Smelltu į mynd til aš fara į vef

Sa til hægri
mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
Rafiðnaðarskólinn
Fræðsluskrifstofa
Rafiðnarasambandið
Rafbók
Įkvæðisvinnustofa 
Stafir til hægri

Öryggi fagmennska

Slóšin žķn:

Fréttir

Toppmynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Veftré